Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Slagur um stól for­manns KKÍ

Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“

Ægir Þór Steinars­son, leik­maður ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta segir mikilvægt fyrir liðið að ein­beita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ung­verja­landi í undan­keppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ís­land getur tryggt sér far­miða á EM.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Efri hlutinn gefur okkur smá and­rými“

„Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltinn vaknaður á Akra­nesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina

Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart.

Körfubolti
Fréttamynd

Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Banda­ríkja­mönnum

Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum.

Körfubolti