J. R. Smith fær leyfi til að keppa með skólaliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Náms-/íþróttamaðurinn J. R. Smith. Complex J. R. Smith, fyrrum leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, skráði sig nýverið í háskóla og ákvað að skrá sig í golflið skólans í leiðinni. Hann hefur nú fengið keppnisleyfi og mun því spila með skólaliðinu, NC A&T Aggies, á meðan námi stendur. Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi. Golf Körfubolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi.
Golf Körfubolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira