Fyrrum NBA-stjarna sest aftur á skólabekk og stefnir á að spila golf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 10:30 J. R. Smith er sestur á skólabekk ásamt því að spila golf með skólaliðinu. Ben Jared/Getty Images Hinn 35 ára gamli J.R. Smith er sestur aftur á skólabekk og stefnir á að spila með golfliði skólans samhliða námi. Smith varð tvívegis NBA-meistari á ferli sínum en virðist hafa fundið sér ný áhugamál eftir að skórnir fóru upp í hillu. Það eru komin 17 ár síðan J. R. Smith hætti í námi til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Þar lék hann frá 2004 til 2020 með stuttu stoppi í Kína. Eftir að hafa orðið meistari með Los Angeles Lakers á síðasta ári ákvað hann að leggja skóna á hilluna og hefur nú skráð sig til náms í A&T State-háskólanum í Norður-Karólínu. Smith er ekki alveg hættur öllum boltaleik en hann ætlar sér að spila golf meðan hann stundar nám. College signing day for @TheRealJRSmith. The two-time @NBA champ is enrolling @NCATAggies with his sights set on the golf team.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 11, 2021 „Golf er leikur sem getur farið með þig í hæstu hæðir eða knésett þig og gert lítið úr þér. Að vita að maður ber alla ábyrgðina sjálfur, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af liðsfélögum né spila vörn. Ég get spilað minn eigin leik og haft gaman,“ sagði J. R. Smith um hina nýju ástríðu sína í viðtali við vef PGA-mótaraðarinnar. „Mér var alltaf sagt að ég gæti farið aftur í skóla hvenær sem er ef NBA draumurinn myndi ekki ganga upp. Svo þetta er „hvenær sem er“ augnablikið mitt.“ Smith, sem er með fimm í forgjöf, stefnir á að spila með golfliði skólans um leið og NCAA gefur leyfi. Hann er einnig spenntur fyrir náminu. Always improving. @TheRealJRSmith picks @RickieFowler's brain for some swing tips. pic.twitter.com/UkrMxiQe5d— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2021 „Ég hef engan frítíma núna. Að ala upp börn og setjast á skólabekk, dagskráin hjá mér verður pökkuð og ég get ekki beðið,“ sagði fyrrum NBA-meistarinn J. R. Smith um þessa nýju áskorun í lífi sínu. Golf Körfubolti Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru komin 17 ár síðan J. R. Smith hætti í námi til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Þar lék hann frá 2004 til 2020 með stuttu stoppi í Kína. Eftir að hafa orðið meistari með Los Angeles Lakers á síðasta ári ákvað hann að leggja skóna á hilluna og hefur nú skráð sig til náms í A&T State-háskólanum í Norður-Karólínu. Smith er ekki alveg hættur öllum boltaleik en hann ætlar sér að spila golf meðan hann stundar nám. College signing day for @TheRealJRSmith. The two-time @NBA champ is enrolling @NCATAggies with his sights set on the golf team.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 11, 2021 „Golf er leikur sem getur farið með þig í hæstu hæðir eða knésett þig og gert lítið úr þér. Að vita að maður ber alla ábyrgðina sjálfur, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af liðsfélögum né spila vörn. Ég get spilað minn eigin leik og haft gaman,“ sagði J. R. Smith um hina nýju ástríðu sína í viðtali við vef PGA-mótaraðarinnar. „Mér var alltaf sagt að ég gæti farið aftur í skóla hvenær sem er ef NBA draumurinn myndi ekki ganga upp. Svo þetta er „hvenær sem er“ augnablikið mitt.“ Smith, sem er með fimm í forgjöf, stefnir á að spila með golfliði skólans um leið og NCAA gefur leyfi. Hann er einnig spenntur fyrir náminu. Always improving. @TheRealJRSmith picks @RickieFowler's brain for some swing tips. pic.twitter.com/UkrMxiQe5d— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2021 „Ég hef engan frítíma núna. Að ala upp börn og setjast á skólabekk, dagskráin hjá mér verður pökkuð og ég get ekki beðið,“ sagði fyrrum NBA-meistarinn J. R. Smith um þessa nýju áskorun í lífi sínu.
Golf Körfubolti Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira