Martin komin í undanúrslit með Valencia Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Valencia tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum spænska meistaratitilsins í körfubolta með fimm stiga sigri á Baskonia í oddaleik. Körfubolti 4. júní 2021 22:51
Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið. Körfubolti 4. júní 2021 22:34
Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. Körfubolti 4. júní 2021 16:31
Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Körfubolti 4. júní 2021 16:00
Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Körfubolti 4. júní 2021 15:31
NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Körfubolti 4. júní 2021 15:00
„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Körfubolti 4. júní 2021 12:30
Tóku upp stórsemmtilegt TikTok meistaramyndband sitt í allan vetur Tveir leikmenn í Íslandsmeistaraliði Vals voru mjög frumlegar þegar kom að því að setja saman meistaramyndband eftir magnað tímabil liðsins í kvennakörfunni. Körfubolti 4. júní 2021 10:31
Vanessa Bryant sendir Nike tóninn vegna skóa sem voru hannaðir í minningu dóttur hennar Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, er ósátt við íþróttavöruframleiðandann Nike vegna skóa sem voru hannaðir í minningu dóttur hennar sem lést í þyrluslysi ásamt föður sínum í fyrra. Körfubolti 4. júní 2021 08:01
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. Körfubolti 4. júní 2021 07:30
Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Körfubolti 3. júní 2021 23:31
Njarðvík í kjörstöðu í þríframlengdum leik Njarðvík vann magnaðan tveggja stiga sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 94-92 í leik sem var þríframlengdur. Körfubolti 3. júní 2021 22:45
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. Körfubolti 3. júní 2021 22:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. Körfubolti 3. júní 2021 22:00
Með yfir sjötíu prósenta skotnýtingu í úrslitakeppninni Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir nýtingu Bandaríkjamannsins Austin James Brodeur í fyrstu sex leikjum Stjörnumanna í úrslitakeppninni því kappinn klikkar varla á skoti. Körfubolti 3. júní 2021 16:01
NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Körfubolti 3. júní 2021 15:01
Önnur orrusta í átökum Garðbæinga og Þorlákshafnarbúa Stjarnan og Þór Þorlákshöfn leiða saman hesta sína í Garðabæ í kvöld kl. 20.15, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 3. júní 2021 14:45
Helena og Pálína deila toppsætinu eftir gærkvöldið Helena Sverrisdóttir og Pálína María Gunnlaugsdóttir eru eftir þriðja úrslitaleik Domino's deildar kvenna í gær þeir tveir leikmenn sem eru með besta sigurhlutfallið í sögu lokaúrslita kvennakörfunnar. Körfubolti 3. júní 2021 14:00
Myndasyrpa: Fyrstu Íslandsmeistararnir í tvö ár fögnuðu vel í gærkvöldi Valskonur urðu í gærkvöldi fyrstu Íslandsmeistararnir í meistaraflokkum körfuboltans í tvö ár eða síðan vorið 2019. Körfubolti 3. júní 2021 12:30
Coach K rifar seglin hjá Duke á næsta ári eftir rúma fjóra áratugi í starfi Mike Krzyzewski, sem hefur stýrt körfuboltaliði Duke háskólans í 41 ár, hættir eftir næsta tímabil. Körfubolti 3. júní 2021 11:31
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Körfubolti 3. júní 2021 07:31
„Ætla að byrja á því að sofa aðeins og svo er það sumarfrí“ ,,Tilfinningin er hrikalega góð, það sveif einhvern veginn á mig þessi sæluvíma eftir leik, þetta er geggjað,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, aðalþjálfari Vals, eftir sigur á Haukum sem tryggði Íslandsmeistarartitilinn. Strax í kjölfarið hellti Kiana Johnson, leikmaður Vals, vatni úr brúsa sínum yfir Ólaf. Körfubolti 2. júní 2021 22:45
„Ábyggilega það besta í heimi“ „Þetta er geggjuð tilfinning, þetta er ábyggilega eitt það besta í heimi,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Íslandmeistara Vals eftir þriðja sigurinn gegn Haukum. Körfubolti 2. júní 2021 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 74-65 | Sópurinn á lofti og Valur Íslandsmeistari Valur er Íslandsmeistari í körfubolta! Til hamingju Valskonur! Körfubolti 2. júní 2021 21:48
Hamar tók forystuna Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld. Körfubolti 2. júní 2021 21:01
Hafa ekki tapað í 130 daga með Helenu og Hildi og geta orðið meistarar í kvöld Valur verður Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna í körfubolta vinni liðið Hauka á heimavelli sínum í kvöld. Valsliðið hefur ekki tapað í 130 daga með tvo bestu íslensku leikmennina sína í búning. Körfubolti 2. júní 2021 16:00
Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr Domino's deildinni Snæfell verður ekki með lið í Domino's deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð en stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur ákveðið að gefa eftir sæti sitt í deildinni. Körfubolti 2. júní 2021 15:46
NBA dagsins: Ofurmennsk frammistaða hjá Lillard Þjálfari Denver Nuggets, Michael Malone, lýsti frammistöðu Damians Lillard í leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt sem ofurmennskri. Körfubolti 2. júní 2021 15:01
„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“ Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi. Körfubolti 2. júní 2021 13:31
Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Körfubolti 2. júní 2021 10:30