Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn Árni Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2021 22:06 Ólafur Jónas gat verið ánægður á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt. „Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli