Eigandi LA Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum Steve Ballmer, eigandi NBA körfuboltafélagsins Los Angeles Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum samkvæmt nýrri úttekt hjá Forbes. Körfubolti 6. apríl 2022 12:00
Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum. Körfubolti 6. apríl 2022 10:31
Ballið búið hjá LA Lakers eftir enn eitt tapið í nótt Los Angeles Lakers á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en síðasta vonin dó í nótt eftir tap á móti Phoenix Suns á sama tíma og San Antonio Spurs vann sinn leik. Körfubolti 6. apríl 2022 07:31
Nei eða já: Westbrook í Lakers var tilraun sem klikkaði Liðurinn „Nei eða já“ var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og rétt eins og fyrri daginn fóru strákarnir um víðan völl. Körfubolti 5. apríl 2022 23:31
Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2022 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. Körfubolti 5. apríl 2022 22:54
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-80 | Stólarnir komnir með forystu eftir öruggan sigur Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Tindastóll náði forrustu í lok fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann. Tindastóll hélt forustunni út leikinn og sigruðu að lokum nokkuð örugglega. Lokatölur 101-80. Körfubolti 5. apríl 2022 21:33
Baldur Þór: Allir einbeittir á einn hlut Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna gegn Keflvíkingum í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2022 20:45
Martin og félagar enduðu riðlakeppnina á stórsigri Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu afar öruggan 32 stiga sigur er liðið tók á móti þýska liðinu Ulm í lokaumferð riðlakeppni Eurocup í körfubolta, 103-71. Körfubolti 5. apríl 2022 20:10
Hafa mæst sex sinnum áður og liðið sem vinnur leik eitt hefur alltaf komist áfram Tindastóll og Keflavík hefja einvígi sitt í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og sagan segir að leikur kvöldsins skipti gríðarlega miklu máli. Körfubolti 5. apríl 2022 15:30
Valsmenn hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni á Hlíðarenda í þrjátíu ár Valur tekur í kvöld á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi beðið lengi eftir sigurleik á heimavelli sínum í úrslitakeppni. Körfubolti 5. apríl 2022 13:01
„Hann var ósáttur og við vildum ekki hafa einhverja neikvæðni í kringum liðið“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, segir að það fyrir verið öllum aðilum fyrir bestu að Bandaríkjamaðurinn Isaiah Manderson yfirgæfi félagið. Körfubolti 5. apríl 2022 11:30
Danir náðu þessu loksins fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum Danski körfuboltamaðurinn Gabriel Lundberg skrifaði danska körfuboltasögu um helgina þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns. Körfubolti 5. apríl 2022 10:30
Kansas háskólameistari eftir sögulega endurkomu Kansas Jayhawks varð í nótt sigurvegari í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir þriggja stiga sigur á Norður Karólínu háskóla í úrslitaleiknum, 72-69. Körfubolti 5. apríl 2022 08:15
Höttur 2-0 yfir gegn Fjölni | Jafnt hjá Álftanesi og Sindra Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hélt áfram í kvöld. Höttur er komið 2-0 yfir gegn Fjölni eftir öruggan sigur i Dalhúsum í kvöld. Þá jafnaði Álftanes metin gegn Sindra. Körfubolti 4. apríl 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 58-61 | Bikarmeistararnir tóku forystuna gegn Íslandsmeisturunum Haukar unnu þriggja stiga sigur á Val 58-61 og tóku þar með forystuna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í einvígi gegn Val. Körfubolti 4. apríl 2022 22:35
„Sóknarfráköstin í fjórða leikhluta skilaði sigrinum“ Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Val í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með útisigurinn. Körfubolti 4. apríl 2022 22:15
KR lætur Manderson fara fyrir úrslitakeppnina KR hefur ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Isaiah Manderson fara áður en úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta hefst. KR mætir Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 4. apríl 2022 21:30
Við vorum bara að hlaupa út um allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra Njarðvík tapaði með sjö stiga mun fyrir deildarmeisturum Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir margt mega betur fara. Körfubolti 4. apríl 2022 21:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 69-62 | Sanngjarn sigur: 30-3 áhlaup gerði í raun útum leikinn Deildarmeistarar Fjölnis hófu úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta á sjö stiga sigri á Njarðvík er liðin mættust í Dalhúsum í kvöld, lokatölur 69-62. Frábær kafli Fjölnis snemma leiks lagði grunninn að sigri kvöldsins. Körfubolti 4. apríl 2022 20:00
Danielle Rodriguez semur við Grindavík Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Danielle þarf vart að kynna en hún lék með Stjörnunni og KR hér á landi frá 2016 til 2020. Körfubolti 4. apríl 2022 19:46
„Fyrsti nýliðinn síðan Michael Jordan til að klukka þessi box“ „Cade Cunningham í marsmánuði: 23 stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar. Fyrsti nýliðinn síðan Michael Jordan til að klukka þessi box,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.30 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 4. apríl 2022 18:01
Fullkomin þristahelgi hjá Martin Hermannssyni í bestu deild Evrópu Martin Hermannsson klikkaði ekki á mörgum skotum í tveimur leikjum með Valenica í spænsku ACB-körfuboltadeildinni um helgina. Körfubolti 4. apríl 2022 12:31
„Verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil“ Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrstu leikjunum í undanúrslitaeinvígunum tveimur. Subway Körfuboltakvöld spáð í bæði einvígin í síðasta þætti. Körfubolti 4. apríl 2022 12:00
Útlitið mjög svart hjá Lakers mönnum eftir enn eitt tapið Los Angeles Lakers er í enn verri málum í NBA-deildinni í körfubolta eftir úrslitin í nótt. Tap hjá Lakers-liðinu og sigur hjá San Antonio Spurs þýðir að gömlu stjörnurnar í Lakers þurfa nú á kraftaverki að halda í síðustu fjórum leikjunum ætli liðið að komast í umspilið fyrir úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2022 07:31
Elvar Már er genginn til liðs við Derthona Elvar Már Friðriksson er genginn til liðs við ítalska liðsins Derthona en þetta var tilkynnt rétt í þessu. Körfubolti 3. apríl 2022 13:30
Coach K tapaði sínum síðasta leik Undanúrslit í háskóla körfuboltanum í Bandaríkjunum, NCAA, fóru fram í New Orleans í nótt. Allra augu beindust að nágranaslaginum, viðureign North Carolina Tar Heels og Duke Blue Devils. North Carolina Tar Heels vann leikinn 81-77 í síðasta leik þjálfara Duke, Mike Krzyzewski. Körfubolti 3. apríl 2022 12:15
Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks. Körfubolti 3. apríl 2022 09:30
ÍR hafði betur gegn KR í oddaleik Það verður ÍR sem leikur til úrslita um sæti í Subway-deild kvenna eftir 19 stiga sigur gegn KR í oddaleik í kvöld, 84-65. Körfubolti 2. apríl 2022 20:53
Enn eitt tap Tryggva og félaga Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola enn eitt tapið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Liðið tók á móti Joventut Badalona, en lokatölur urðu 77-63, gestunum í vil. Körfubolti 2. apríl 2022 20:29