Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 14:01 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15. NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15.
NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira