Fengu meistarahringana og unnu svo Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 08:30 Andre Iguodala, Stephen Curry, Draymond Green og Klay Thompson sýna meistarahringana fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers í nótt. Þeir eiga fjóra slíka. getty/Ezra Shaw Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum. Titilvörn meistara Golden State Warriors fer vel af stað. Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira