Jón Axel búinn að skrifa undir: Gaman að mæta Keflavík í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 15:30 Jón Axel Guðmundsson og Ingibergur Jónasson handsala samninginn, í húsakynnum Grindavíkinga í dag. UMFG Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en þetta var endanlega ljóst eftir að hann skrifaði undir samning þess efnis við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira