Mönnum heitt í hamsi er rætt var hvort Stríðsmennirnir væru bestir í Vestrinu „Golden State Warriors lítur langbest út af öllum liðunum í Vestrinu og eru búnir að líta best út alla úrslitakeppnina og fyrir mér eru þeir favorites í Vestrinu,“ segir Hörður Unnsteinsson í Lögmál leiksins í kvöld þar sem farið er yfir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. maí 2022 18:00
Sigurður Gunnar sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi með fjórum félögum Það fór ekkert á milli mála að Sigurður Gunnar Þorsteinsson ætlaði sér að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina. Körfubolti 2. maí 2022 15:00
Golden State þraukaði eftir að Green var hent út úr húsi Þrátt fyrir að Draymond Green hafi verið rekinn út úr húsi í fyrri hálfleik vann Golden State Warriors Memphis Grizzlies, 116-117, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í gær. Körfubolti 2. maí 2022 08:31
Sjáðu myndirnar frá sigri Njarðvíkinga sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn Njarðvík varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik, 65-51. Körfubolti 2. maí 2022 07:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 51-65 | Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik í kvöld, 51-65. Körfubolti 1. maí 2022 23:35
Rúnar Ingi: Ég er ekki að fara neitt Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld. Körfubolti 1. maí 2022 23:07
Tryggvi stigahæstur í naumu tapi | Jón Axel og félagar töpuðu í framlengingu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza þurftu að sætta sig við naumt tveggja stiga tap er liðið tók á móti Bilbao í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 82-80. Þá máttu Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þola tíu stiga tap eftir framlengdan leik gegn Ulm í þýsku deildinni, 100-90. Körfubolti 1. maí 2022 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 89-83 | Stólarnir á leið í úrslit Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val. Körfubolti 30. apríl 2022 23:54
Milka yfirgefur Keflvíkinga Dominykas Milka hefur yfirgefið herbúðir Keflvíkinga eftir þriggja ára veru hjá félaginu og mun því ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 30. apríl 2022 23:31
Baldur Þór: Þetta er bara sturlun Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna á Njarðvík í kvöld. Körfubolti 30. apríl 2022 23:09
Martin frá vegna meiðsla Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur ekki með liði sínu Valencia um helgina í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Martin er að glíma við meiðsli í hægri ökkla. Körfubolti 30. apríl 2022 10:15
Memphis síðasta liðið inn í undanúrslitin Memphis Grizzlies varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 114-106. Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar. Körfubolti 30. apríl 2022 09:30
Jón Axel og félagar töpuðu gegn botnliðinu Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins máttu þola óvænt 11 stiga tap gegn Frankfurt, botnliði þýsku deildarinnar í kvöld, 70-81. Körfubolti 29. apríl 2022 20:21
Búast við því að Jokic fái stærsta samning sögunnar Nikola Jokic er líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð en er einnig að skrifa undir sögulegan samning við Denver Nuggets. Körfubolti 29. apríl 2022 13:00
Átján stigum frá því að taka stigametið af leikmanni sem er í hinu liðinu Stiga- og frákastametið í lokaúrslitum kvenna í körfubolta er í stórhættu í oddaleiknum um sigur í Subway-deild kvenna. Körfubolti 29. apríl 2022 12:31
Fullkomið og sögulegt kvöld hjá Chris Paul og þrjú lið fóru áfram í NBA í nótt Þrjú einvígi kláruðust í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þar sem Philadelphia 76ers, Phoenix Suns og Dallas Mavericks tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna. Toronto Raptors, New Orleans Pelicans og Utah Jazz eru aftur á móti komin í sumarfrí. Körfubolti 29. apríl 2022 07:32
Helena Sverris: Ég hrinti henni Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí. Körfubolti 28. apríl 2022 23:04
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 51-60 | Haukakonur tryggðu sér oddaleik Haukar og Njarðvík munu mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir níu stiga sigur Haukakvenna í Ljónagryfjunni í kvöld, 51-60. Körfubolti 28. apríl 2022 23:02
Ein sú besta snéri óvænt aftur fertug eftir sex ára fjarveru frá körfuboltanum Lauren Jackson var þrisvar sinnum kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á sínum tíma og vann fjölda titla á sínum ferli, bæði í WNBA sem og heima í áströlsku deildinni. Flestir héldu þó að þeir væri búnir að sjá það síðasta frá leikmanninum Lauren Jackson. Annað hefur komið á daginn. Körfubolti 28. apríl 2022 14:30
Njarðvíkingar geta lyft Íslandsbikarnum í Ljónagryfjunni í fyrsta skipti í 31 ár Njarðvíkingar tryggðu sér síðast Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryjfunni árið 1991 en geta endað þá bið í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2022 13:00
Martin með sögulegt stoðsendingakvöld hjá spænska stórliðinu Martin Hermannsson og félagar í Valencia tryggðu sér sæti í undanúrslitum EuroCup eftir 98-85 sigur á Boulogne Metropolitans 92 í gær. Frammistaða íslenska leikstjórnandans var söguleg. Körfubolti 28. apríl 2022 12:31
Lið Golden State og Milwaukee kláruðu bæði í nótt Golden State Warriors og NBA-meistarar Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og sendu um leið lið Denver Nuggets og Chicago Bulls í sumarfrí. Körfubolti 28. apríl 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 93-75 | Njarðvíkingar halda sér á floti með góðum sigri Njarðvíkingar unnu Tindastól 93-75 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Þeir náðu að halda orkustiginu allan leikinn og góður varnarleikur skóp sigurinn. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík og sýningin heldur á Sauðárkrók um helgina. Körfubolti 27. apríl 2022 22:57
Richotti: Þetta er alls ekki búið Nicolas Richotti, leikstjórnandi Njarðvíkinga, var að vonum gífurlega ánægður með sigur sinna manna fyrr í kvöld á Tindastóli 93-75. Honum fannst að andlegi þátturinn hafi spilað stærri rullu en körfuboltageta. Hann var spurður að því hvað hafi skilað sigrinum. Körfubolti 27. apríl 2022 22:21
Martin kominn í undanúrslit EuroCup Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru komnir í undanúrslit EuroCup eftir 98-85 sigur á Levallois á heimavelli í 8-liða úrslitum. Körfubolti 27. apríl 2022 21:35
Hrun Njarðvíkinga í fjórða farið að minna á sára sópið frá 2004 Deildarmeistarar Njarðvíkingur eru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastóli og verða því að vinna þriðja leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld ef þeir ætla ekki snemma í sumarfrí. Körfubolti 27. apríl 2022 13:31
Pavel búinn að fagna sigri í átta undanúrslitaeinvígum í röð Pavel Ermolinskij er kominn í lokaúrslit í áttunda skiptið á ferlinum en nú í fyrsta sinn með Valsmönnum. Pavel datt síðast út í undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir tólf árum síðan. Körfubolti 27. apríl 2022 13:00
Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð. Körfubolti 27. apríl 2022 11:35
Mætti með kaffivélina sína í liðsflugvélina Jimmy Butler og félagar í körfuboltaliði Miami Heat standa í stórræðum þessa dagana enda á fullu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 27. apríl 2022 11:01
Miami komið áfram og sýning hjá Morant á lokakaflanum í sigri Memphis Miami Heat varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta og bættist þar í hóp með Boston Celtics. Körfubolti 27. apríl 2022 07:30