Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu í undankeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki. Ægir Þór Steinarsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu á þessu ári og hann er spenntur fyrir þessu krefjandi verkefni á móti Eurobasket liði Georgíumanna. „Við eigum risastóran leik á móti Georgíu á föstudaginn á okkar heimavelli. Við erum mega peppaðir. Það er góð einbeiting í hópnum og við erum svo sannarlega klárir í þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Íslenska liðið hefur unnið alla heimaleiki ársins og er búið að koma sér í mjög góða stöðu í riðlinum. Höfum verið að gera leiki aðeins of áhugaverða „Þetta hefur verið mjög gott og við höfum fengið góðan stuðning. Við höfum verið að spila leikstíl sem hentar okkur. Við erum snöggir að koma okkur inn í hlutina og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í undanfarin ár í þessum gluggum sem hafa verið á undan þessum glugga. Við erum búnir að finna eitthvað mojó og við ætlum að stýra því í rétta átt,“ sagði Ægir Þór. Ægir Þór Steinarsson.S2 Sport Heimaleikir liðsins hafa verið æsispennandi og íslensku strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára alla þessa jöfnu leiki. „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að mæta á völlinn og gera þetta svolítið áhugavert. Við höfum samt verið að gera leiki aðeins of áhugaverða að mínu mati. Maður þarf alltaf að komast yfir þessa hraðahindrun að vinna leiki og sérstaklega á móti stórum þjóðum. Við erum búnir að sanna það að við getum það og það er annað próf fyrir okkur að reyna að klára þennan leik á móti Georgíu,“ sagði Ægir Þór. En hvernig er þetta Georgíulið sem bíður strákanna í Höllinni annað kvöld. Gæði í hverjum einasta leikmanni „Það eru gæði í hverjum einasta leikmanni og þeir eru með þrjá pósta sem eru sérstaklega góðir í þeim [Thad] McFadden, [Tornike] Shengelia og [Giorgi] Shermadini. Þetta eru tvistur, þristum og svo fimman þeirra. Þetta eru leikmenn sem eru í hópi bestu leikmanna í Evrópu. Við erum að fá þvílíka áskorun að spila á móti þeim og að vinna þá væri risastórt,“ sagði Ægir. „Þetta er stærsti leikurinn eins og allir leikir hafa verið. Við erum bara í því að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við ætlum að sækja á þá og sækja á stóra og hávaxna leikmenn. Við erum orðnir vanir því í síðustu gluggum og þurfum að venjast því og halda áfram,“ sagði Ægir. Ægir Þór Steinarsson skorar hér á móti Úkraínu.Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins í undanförnum verkefnum. „Það verður einhver að vera fyrirliði en við erum með helling að leiðtogum í þessu liði. Ég stíg bara mjög auðveldlega inn í það hlutverk sama hvað það er. Við erum með leiðtoga í öllum leikstöðum. Við erum með sterka karaktera og mitt hlutverk er að stýra þeim,“ sagði Ægir léttur. Ægir spilar með liði Lucentum Alicante í spænsku b-deildinni en hvernig hefur það gengið? Mjög fjölbreytt og krefjandi hlutverk „Við erum upp og ofan. Það gekk illa til þess að byrja með félagsliðinu en hefur gengið vel undanfarið. Þetta er alltaf þannig á Spáni að við erum að reyna að þjappa saman tíu nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum. Það tekur bara sinn tíma en það hefur gengið mjög vel undanfarið,“ sagði Ægir. „Það er mikil áhersla lögð á það að ég setji boltann í netið ásamt því að dekka besta manninn og allt þetta. Mitt hlutverk er mjög fjölbreytt og mjög krefjandi. Ég fagna því og fagna stórum hlutverkum,“ sagði Ægir. Íslenska liðið hefur spilað heimaleiki sína á árinu í Ólafssal en færir sig nú aftur yfir í Laugardalshöllina. „Það er bara það sem við viljum. Við erum mjög þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum í Ólafssal. Það eru mjög skemmtilegar minningar þar en nú bara kominn tími á að stækka salinn, stækka stemmninguna og mæta á stóra sviðið og standa sig,“ sagði Ægir. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ægi fyrir Georgíuleik HM 2023 í körfubolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu á þessu ári og hann er spenntur fyrir þessu krefjandi verkefni á móti Eurobasket liði Georgíumanna. „Við eigum risastóran leik á móti Georgíu á föstudaginn á okkar heimavelli. Við erum mega peppaðir. Það er góð einbeiting í hópnum og við erum svo sannarlega klárir í þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Íslenska liðið hefur unnið alla heimaleiki ársins og er búið að koma sér í mjög góða stöðu í riðlinum. Höfum verið að gera leiki aðeins of áhugaverða „Þetta hefur verið mjög gott og við höfum fengið góðan stuðning. Við höfum verið að spila leikstíl sem hentar okkur. Við erum snöggir að koma okkur inn í hlutina og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í undanfarin ár í þessum gluggum sem hafa verið á undan þessum glugga. Við erum búnir að finna eitthvað mojó og við ætlum að stýra því í rétta átt,“ sagði Ægir Þór. Ægir Þór Steinarsson.S2 Sport Heimaleikir liðsins hafa verið æsispennandi og íslensku strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára alla þessa jöfnu leiki. „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að mæta á völlinn og gera þetta svolítið áhugavert. Við höfum samt verið að gera leiki aðeins of áhugaverða að mínu mati. Maður þarf alltaf að komast yfir þessa hraðahindrun að vinna leiki og sérstaklega á móti stórum þjóðum. Við erum búnir að sanna það að við getum það og það er annað próf fyrir okkur að reyna að klára þennan leik á móti Georgíu,“ sagði Ægir Þór. En hvernig er þetta Georgíulið sem bíður strákanna í Höllinni annað kvöld. Gæði í hverjum einasta leikmanni „Það eru gæði í hverjum einasta leikmanni og þeir eru með þrjá pósta sem eru sérstaklega góðir í þeim [Thad] McFadden, [Tornike] Shengelia og [Giorgi] Shermadini. Þetta eru tvistur, þristum og svo fimman þeirra. Þetta eru leikmenn sem eru í hópi bestu leikmanna í Evrópu. Við erum að fá þvílíka áskorun að spila á móti þeim og að vinna þá væri risastórt,“ sagði Ægir. „Þetta er stærsti leikurinn eins og allir leikir hafa verið. Við erum bara í því að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við ætlum að sækja á þá og sækja á stóra og hávaxna leikmenn. Við erum orðnir vanir því í síðustu gluggum og þurfum að venjast því og halda áfram,“ sagði Ægir. Ægir Þór Steinarsson skorar hér á móti Úkraínu.Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins í undanförnum verkefnum. „Það verður einhver að vera fyrirliði en við erum með helling að leiðtogum í þessu liði. Ég stíg bara mjög auðveldlega inn í það hlutverk sama hvað það er. Við erum með leiðtoga í öllum leikstöðum. Við erum með sterka karaktera og mitt hlutverk er að stýra þeim,“ sagði Ægir léttur. Ægir spilar með liði Lucentum Alicante í spænsku b-deildinni en hvernig hefur það gengið? Mjög fjölbreytt og krefjandi hlutverk „Við erum upp og ofan. Það gekk illa til þess að byrja með félagsliðinu en hefur gengið vel undanfarið. Þetta er alltaf þannig á Spáni að við erum að reyna að þjappa saman tíu nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum. Það tekur bara sinn tíma en það hefur gengið mjög vel undanfarið,“ sagði Ægir. „Það er mikil áhersla lögð á það að ég setji boltann í netið ásamt því að dekka besta manninn og allt þetta. Mitt hlutverk er mjög fjölbreytt og mjög krefjandi. Ég fagna því og fagna stórum hlutverkum,“ sagði Ægir. Íslenska liðið hefur spilað heimaleiki sína á árinu í Ólafssal en færir sig nú aftur yfir í Laugardalshöllina. „Það er bara það sem við viljum. Við erum mjög þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum í Ólafssal. Það eru mjög skemmtilegar minningar þar en nú bara kominn tími á að stækka salinn, stækka stemmninguna og mæta á stóra sviðið og standa sig,“ sagði Ægir. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ægi fyrir Georgíuleik
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti