Elvar býst við stuði í Höllinni í kvöld: Okkar stíll að hleypa þessu svolítið upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 11:31 Elvar Már Friðriksson hefur verið frábær í þessari undankeppni og hér fagnar hann sigri á Hollandi með stráknum sínum. Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson hefur verið í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu undanfarin ár og ekki minnkaði ábyrgðin á herðum þessa 28 ára Njarðvíkings þegar Martin Hermannsson meiddist. Elvar Már hefur skorað 23,2 stig að meðaltali í fimm leikjum landsliðsins á þessu ári auk þess að gefa 2,8 stoðsendingar í leik. Vísir/Hulda Margrét Elvar og félagar í íslenska landsliðinu geta stigið stórt skref í átt að því að komast á HM í fyrsta sinn með því að vinna Georgíumenn í Laugardalshöllinni í kvöld. „Við erum búnir að koma okkur í góða stöðu en það er enn þá hellingur eftir og við verðum að fókusa á einn leik í einu. Ef við gerum vel í næsta leik þá erum við búnir að koma okkur í enn betri stöðu. Við reynum bara að taka þetta skref fyrir skref,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir æfingu liðsins í vikunni. Gríðarlega mikilvægur leikur Elvar er varkár í svörum og segir að leikmenn og aðrir megi ekki láta freistast til að horfa of langt. „Já, ég held að það sé hættulegast í þessu að menn fara að horfa svolítið á framhaldið í staðinn fyrir að halda sér í núinu, vera svolítið á jörðinni og einbeita sér að næsta leik. Ef við gerum það þá held ég að góðir hlutir geti gerst. Þessi leikur getur sett okkur í betri stöðu og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við erum fullir tilhlökkunar,“ sagði Elvar. En hvað er að skila íslenska liðinu þessum frábæru sigrum? „Við þurfum að halda áfram með þessa áræðni sem hefur fleytt okkur langt í þessum leikjum. Við höfum verið svolítið ófyrirséðir og þessi stærri lið vilja spilað aðeins agaðri bolta og leita að vissum stöðum. Við viljum vera ófyrirsjáanlegir, koma með ný afbrigði og hleypa leiknum svolítið upp. Það er okkar stíll og við erum góðir í því en hin liðin óvanari því. Ég held að það muni henta okkur vel,“ sagði Elvar Már. Eigum helling af góðum leikmönnum Íslenska liðið hefur klárað marga jafna leiki og tveir af þremur heimasigrum liðsins komu í framlengingu og sá þriðji vannst með eins stigs mun. „Við erum sterkir andlega en síðan eru fullt af strákum sem stíga inn þegar við þurfum á því að halda. Við eigum helling af góðum leikmönnum og þegar einn dettur út þá stígur annar upp. Það hefur sýnt sig í undanförnum verkefnum. Við erum bara í toppmálum,“ sagði Elvar. Elvar er samt með boltann undir lok leikja og það er mikið undir honum komið að draga bátinn að landi. „Já kannski skorunarlega séð. Leikurinn er á báðum endum vallarins og maður reyndir að taka ábyrgð á sínu hlutverki. Aðrir strákar í liðinu gera það líka. Hvort sem það er að skora eða gera eitthvað annað þá erum við allir búnir að vera gera það mjög vel,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar Má fyrir Georgíuleik Verður bara stuð Nú færa strákarnir sig frá Ásvöllum og yfir í Laugardalinn. „Við fengum þvílíkan stuðning í síðustu þremur heimaleikjum í Ólafssal. Nú erum við komnir í aðeins stærra hús og það verður gaman að sjá fulla höll. Ég veit að það er búið að kalla saman stuðningsmannasveit sem verður bara stuð,“ sagði Elvar. Elvar leikur með Rytas Vilnius í Litháen og er með 8,8 stig og 3,6 stoðsendingar í leik í fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. En hvernig finnst honum þetta ganga? „Bara mjög vel. Það var smá bras í byrjun hjá liðinu enda nýtt lið og allir að slípa sig saman. Síðustu vikur hafa verið mjög góðar hjá okkur. Ég er ánægður með það að hafa komið mér almennilega inn í hlutina og er tilbúinn að takast á við framhaldið,“ sagði Elvar og þetta er enn eitt skrefið upp á við á hans ferli. Næ vonandi að komast enn hærra „Já klárlega. Þetta er stór klúbbur í Evrópu sem spilar í Meistaradeild undir FIBA. Þetta er flott skref og flottur pallur að vera á. Ég næ vonandi að sanna mig enn þá betur og komast enn þá hærra ,“ sagði Elvar. Vísir/Hulda Margrét Það eru áfram forföll í íslenska hópnum og nú síðast datt Hörður Axel Vilhjálmsson út. „Menn bara stíga inn í þau skörð sem vantar og það er fullt af strákum sem vilja sanna sig og eru tilbúnir í að fylla í þau skörð. Við bara þjöppum okkur saman og gerum það sem þarf til að vinna,“ sagði Elvar. Það hefur reynt á liðið áður og Elvar og félagar hafa fundið leiðir út úr því. Hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak „Ég held að það hafi verið svolítið hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak og fara í þessa undankeppni fyrir undankeppni eða hvað það kallast. Við fengum fullt af leikjum þar sem við náðum að þróa liðið okkar svolítið og vinna inn sjálfstraust í liðið. Svo höfum við bara tekið þetta leik fyrir leik og þetta hefur gengið rosalega vel síðan þá,“ sagði Elvar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Georgíu fer fram í kvöld en það er uppselt á leikinn. Fylgst verður með honum á Vísi og fjallað vel um hann eftir leik. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Elvar Már hefur skorað 23,2 stig að meðaltali í fimm leikjum landsliðsins á þessu ári auk þess að gefa 2,8 stoðsendingar í leik. Vísir/Hulda Margrét Elvar og félagar í íslenska landsliðinu geta stigið stórt skref í átt að því að komast á HM í fyrsta sinn með því að vinna Georgíumenn í Laugardalshöllinni í kvöld. „Við erum búnir að koma okkur í góða stöðu en það er enn þá hellingur eftir og við verðum að fókusa á einn leik í einu. Ef við gerum vel í næsta leik þá erum við búnir að koma okkur í enn betri stöðu. Við reynum bara að taka þetta skref fyrir skref,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir æfingu liðsins í vikunni. Gríðarlega mikilvægur leikur Elvar er varkár í svörum og segir að leikmenn og aðrir megi ekki láta freistast til að horfa of langt. „Já, ég held að það sé hættulegast í þessu að menn fara að horfa svolítið á framhaldið í staðinn fyrir að halda sér í núinu, vera svolítið á jörðinni og einbeita sér að næsta leik. Ef við gerum það þá held ég að góðir hlutir geti gerst. Þessi leikur getur sett okkur í betri stöðu og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við erum fullir tilhlökkunar,“ sagði Elvar. En hvað er að skila íslenska liðinu þessum frábæru sigrum? „Við þurfum að halda áfram með þessa áræðni sem hefur fleytt okkur langt í þessum leikjum. Við höfum verið svolítið ófyrirséðir og þessi stærri lið vilja spilað aðeins agaðri bolta og leita að vissum stöðum. Við viljum vera ófyrirsjáanlegir, koma með ný afbrigði og hleypa leiknum svolítið upp. Það er okkar stíll og við erum góðir í því en hin liðin óvanari því. Ég held að það muni henta okkur vel,“ sagði Elvar Már. Eigum helling af góðum leikmönnum Íslenska liðið hefur klárað marga jafna leiki og tveir af þremur heimasigrum liðsins komu í framlengingu og sá þriðji vannst með eins stigs mun. „Við erum sterkir andlega en síðan eru fullt af strákum sem stíga inn þegar við þurfum á því að halda. Við eigum helling af góðum leikmönnum og þegar einn dettur út þá stígur annar upp. Það hefur sýnt sig í undanförnum verkefnum. Við erum bara í toppmálum,“ sagði Elvar. Elvar er samt með boltann undir lok leikja og það er mikið undir honum komið að draga bátinn að landi. „Já kannski skorunarlega séð. Leikurinn er á báðum endum vallarins og maður reyndir að taka ábyrgð á sínu hlutverki. Aðrir strákar í liðinu gera það líka. Hvort sem það er að skora eða gera eitthvað annað þá erum við allir búnir að vera gera það mjög vel,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar Má fyrir Georgíuleik Verður bara stuð Nú færa strákarnir sig frá Ásvöllum og yfir í Laugardalinn. „Við fengum þvílíkan stuðning í síðustu þremur heimaleikjum í Ólafssal. Nú erum við komnir í aðeins stærra hús og það verður gaman að sjá fulla höll. Ég veit að það er búið að kalla saman stuðningsmannasveit sem verður bara stuð,“ sagði Elvar. Elvar leikur með Rytas Vilnius í Litháen og er með 8,8 stig og 3,6 stoðsendingar í leik í fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. En hvernig finnst honum þetta ganga? „Bara mjög vel. Það var smá bras í byrjun hjá liðinu enda nýtt lið og allir að slípa sig saman. Síðustu vikur hafa verið mjög góðar hjá okkur. Ég er ánægður með það að hafa komið mér almennilega inn í hlutina og er tilbúinn að takast á við framhaldið,“ sagði Elvar og þetta er enn eitt skrefið upp á við á hans ferli. Næ vonandi að komast enn hærra „Já klárlega. Þetta er stór klúbbur í Evrópu sem spilar í Meistaradeild undir FIBA. Þetta er flott skref og flottur pallur að vera á. Ég næ vonandi að sanna mig enn þá betur og komast enn þá hærra ,“ sagði Elvar. Vísir/Hulda Margrét Það eru áfram forföll í íslenska hópnum og nú síðast datt Hörður Axel Vilhjálmsson út. „Menn bara stíga inn í þau skörð sem vantar og það er fullt af strákum sem vilja sanna sig og eru tilbúnir í að fylla í þau skörð. Við bara þjöppum okkur saman og gerum það sem þarf til að vinna,“ sagði Elvar. Það hefur reynt á liðið áður og Elvar og félagar hafa fundið leiðir út úr því. Hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak „Ég held að það hafi verið svolítið hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak og fara í þessa undankeppni fyrir undankeppni eða hvað það kallast. Við fengum fullt af leikjum þar sem við náðum að þróa liðið okkar svolítið og vinna inn sjálfstraust í liðið. Svo höfum við bara tekið þetta leik fyrir leik og þetta hefur gengið rosalega vel síðan þá,“ sagði Elvar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Georgíu fer fram í kvöld en það er uppselt á leikinn. Fylgst verður með honum á Vísi og fjallað vel um hann eftir leik.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira