Ísland þarf sigur gegn liði sem berst fyrir æðri málstað Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Elvar Már Friðriksson og félagar þurfa að eiga toppleik í dag til að vinna Úkraínu. VÍSIR/VILHELM Eftir tapið sárgrætilega gegn Georgíu á föstudaginn þarf íslenska karlalandsliðið í körfubolta nauðsynlega á sigri að halda gegn Úkraínu í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira