KR dæmt til að greiða Kristófer nokkrum tímum fyrir landsleikinn mikilvæga Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 14:51 Kristófer Acox var í miklum metum í DHL-höllinni enda lykilmaður sem skemmti KR-ingum með sínum kröftugu troðslum. Dómsmálið varpar óhjákvæmilega skugga á samband hans við félagið. vísir/daníel Kristófer Acox leikur í kvöld afar mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í körfubolta þar sem sigur gæfi Íslandi mikla von um að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. Hann er þó þegar búinn að vinna einn sigur í dag, í Landsrétti, og fær hærri upphæð en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag eftir að KR hafði áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem snýst um laun sem Kristófer átti inni hjá KR. KR-ingar töldu sig ekki þurfa að greiða honum laun vegna meiðsla hans. Kristófer stefndi KR vegna launagreiðslna frá 1. júlí 2019 þar til að samningi hans við KR var slitið í lok ágúst 2020. Dómur héraðsdóms kvað á um að KR ætti að greiða Kristófer rúmar 10,8 milljónir króna en þá þegar hafði KR greitt rúmar sjö milljónir inn á höfuðstól þeirrar skuldar. Eftir stóðu 3.783.056 krónur sem KR skuldaði þá Kristófer, auk málskostnaðar hans upp á 1,4 milljónir. Landsréttur hefur nú tekið í sama streng og héraðsdómur og því ljóst að KR þarf að greiða Kristófer það sem eftir stendur af ógreiddum launum hans, eða þá að sækja um leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Upphæðin hækkaði Raunar þarf KR að greiða hærri hærri upphæð en héraðsdómur hafði ákveðið, eða 3.994.588 krónur auk dráttarvaxta frá 5. desember 2018. Hækkunin er tilkomin þar sem að Landsréttur féllst á það að Kristófer hefði einnig átt að fá greidd laun fyrir tímabilið 1.-13. ágúst, sem héraðsdómur var ósammála. KR þarf einnig að greiða um þrjár milljónir króna vegna málskostnaðar í Landsrétti og héraðsdómi. Kristófer, sem væntanlega er þessa stundina með hugann við landsleikinn gegn Georgíu sem hefst í Laugardalshöll klukkan 19:30, tjáði sig um þá ákvörðun KR-inga að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í viðtali við Vísi á dögunum: „Auðvitað er þetta leiðinlegt og mun alltaf verða leiðindardæmi á mínum ferli við mitt uppeldisfélag. Maður hittir enn þá KR-inga niður í bæ eða hvar sem er sem spyrja út í þetta en maður getur ekki svarað miklu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. „Þetta er samt þreytt, maður var kannski aðeins búinn að gleyma þessu en eins og í gær að mæta aftur [í dómsal] þá er svolítið verið að rífa upp gömul sár,“ sagði Kristófer í síðasta mánuði. KR Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Verið að rífa upp gömul sár“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. 22. október 2022 08:01 „Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01 KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00 Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag eftir að KR hafði áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem snýst um laun sem Kristófer átti inni hjá KR. KR-ingar töldu sig ekki þurfa að greiða honum laun vegna meiðsla hans. Kristófer stefndi KR vegna launagreiðslna frá 1. júlí 2019 þar til að samningi hans við KR var slitið í lok ágúst 2020. Dómur héraðsdóms kvað á um að KR ætti að greiða Kristófer rúmar 10,8 milljónir króna en þá þegar hafði KR greitt rúmar sjö milljónir inn á höfuðstól þeirrar skuldar. Eftir stóðu 3.783.056 krónur sem KR skuldaði þá Kristófer, auk málskostnaðar hans upp á 1,4 milljónir. Landsréttur hefur nú tekið í sama streng og héraðsdómur og því ljóst að KR þarf að greiða Kristófer það sem eftir stendur af ógreiddum launum hans, eða þá að sækja um leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Upphæðin hækkaði Raunar þarf KR að greiða hærri hærri upphæð en héraðsdómur hafði ákveðið, eða 3.994.588 krónur auk dráttarvaxta frá 5. desember 2018. Hækkunin er tilkomin þar sem að Landsréttur féllst á það að Kristófer hefði einnig átt að fá greidd laun fyrir tímabilið 1.-13. ágúst, sem héraðsdómur var ósammála. KR þarf einnig að greiða um þrjár milljónir króna vegna málskostnaðar í Landsrétti og héraðsdómi. Kristófer, sem væntanlega er þessa stundina með hugann við landsleikinn gegn Georgíu sem hefst í Laugardalshöll klukkan 19:30, tjáði sig um þá ákvörðun KR-inga að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í viðtali við Vísi á dögunum: „Auðvitað er þetta leiðinlegt og mun alltaf verða leiðindardæmi á mínum ferli við mitt uppeldisfélag. Maður hittir enn þá KR-inga niður í bæ eða hvar sem er sem spyrja út í þetta en maður getur ekki svarað miklu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. „Þetta er samt þreytt, maður var kannski aðeins búinn að gleyma þessu en eins og í gær að mæta aftur [í dómsal] þá er svolítið verið að rífa upp gömul sár,“ sagði Kristófer í síðasta mánuði.
KR Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Verið að rífa upp gömul sár“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. 22. október 2022 08:01 „Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01 KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00 Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Verið að rífa upp gömul sár“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. 22. október 2022 08:01
„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01
KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00
Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti