KR dæmt til að greiða Kristófer nokkrum tímum fyrir landsleikinn mikilvæga Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 14:51 Kristófer Acox var í miklum metum í DHL-höllinni enda lykilmaður sem skemmti KR-ingum með sínum kröftugu troðslum. Dómsmálið varpar óhjákvæmilega skugga á samband hans við félagið. vísir/daníel Kristófer Acox leikur í kvöld afar mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í körfubolta þar sem sigur gæfi Íslandi mikla von um að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. Hann er þó þegar búinn að vinna einn sigur í dag, í Landsrétti, og fær hærri upphæð en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag eftir að KR hafði áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem snýst um laun sem Kristófer átti inni hjá KR. KR-ingar töldu sig ekki þurfa að greiða honum laun vegna meiðsla hans. Kristófer stefndi KR vegna launagreiðslna frá 1. júlí 2019 þar til að samningi hans við KR var slitið í lok ágúst 2020. Dómur héraðsdóms kvað á um að KR ætti að greiða Kristófer rúmar 10,8 milljónir króna en þá þegar hafði KR greitt rúmar sjö milljónir inn á höfuðstól þeirrar skuldar. Eftir stóðu 3.783.056 krónur sem KR skuldaði þá Kristófer, auk málskostnaðar hans upp á 1,4 milljónir. Landsréttur hefur nú tekið í sama streng og héraðsdómur og því ljóst að KR þarf að greiða Kristófer það sem eftir stendur af ógreiddum launum hans, eða þá að sækja um leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Upphæðin hækkaði Raunar þarf KR að greiða hærri hærri upphæð en héraðsdómur hafði ákveðið, eða 3.994.588 krónur auk dráttarvaxta frá 5. desember 2018. Hækkunin er tilkomin þar sem að Landsréttur féllst á það að Kristófer hefði einnig átt að fá greidd laun fyrir tímabilið 1.-13. ágúst, sem héraðsdómur var ósammála. KR þarf einnig að greiða um þrjár milljónir króna vegna málskostnaðar í Landsrétti og héraðsdómi. Kristófer, sem væntanlega er þessa stundina með hugann við landsleikinn gegn Georgíu sem hefst í Laugardalshöll klukkan 19:30, tjáði sig um þá ákvörðun KR-inga að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í viðtali við Vísi á dögunum: „Auðvitað er þetta leiðinlegt og mun alltaf verða leiðindardæmi á mínum ferli við mitt uppeldisfélag. Maður hittir enn þá KR-inga niður í bæ eða hvar sem er sem spyrja út í þetta en maður getur ekki svarað miklu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. „Þetta er samt þreytt, maður var kannski aðeins búinn að gleyma þessu en eins og í gær að mæta aftur [í dómsal] þá er svolítið verið að rífa upp gömul sár,“ sagði Kristófer í síðasta mánuði. KR Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Verið að rífa upp gömul sár“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. 22. október 2022 08:01 „Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01 KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00 Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag eftir að KR hafði áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem snýst um laun sem Kristófer átti inni hjá KR. KR-ingar töldu sig ekki þurfa að greiða honum laun vegna meiðsla hans. Kristófer stefndi KR vegna launagreiðslna frá 1. júlí 2019 þar til að samningi hans við KR var slitið í lok ágúst 2020. Dómur héraðsdóms kvað á um að KR ætti að greiða Kristófer rúmar 10,8 milljónir króna en þá þegar hafði KR greitt rúmar sjö milljónir inn á höfuðstól þeirrar skuldar. Eftir stóðu 3.783.056 krónur sem KR skuldaði þá Kristófer, auk málskostnaðar hans upp á 1,4 milljónir. Landsréttur hefur nú tekið í sama streng og héraðsdómur og því ljóst að KR þarf að greiða Kristófer það sem eftir stendur af ógreiddum launum hans, eða þá að sækja um leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Upphæðin hækkaði Raunar þarf KR að greiða hærri hærri upphæð en héraðsdómur hafði ákveðið, eða 3.994.588 krónur auk dráttarvaxta frá 5. desember 2018. Hækkunin er tilkomin þar sem að Landsréttur féllst á það að Kristófer hefði einnig átt að fá greidd laun fyrir tímabilið 1.-13. ágúst, sem héraðsdómur var ósammála. KR þarf einnig að greiða um þrjár milljónir króna vegna málskostnaðar í Landsrétti og héraðsdómi. Kristófer, sem væntanlega er þessa stundina með hugann við landsleikinn gegn Georgíu sem hefst í Laugardalshöll klukkan 19:30, tjáði sig um þá ákvörðun KR-inga að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í viðtali við Vísi á dögunum: „Auðvitað er þetta leiðinlegt og mun alltaf verða leiðindardæmi á mínum ferli við mitt uppeldisfélag. Maður hittir enn þá KR-inga niður í bæ eða hvar sem er sem spyrja út í þetta en maður getur ekki svarað miklu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. „Þetta er samt þreytt, maður var kannski aðeins búinn að gleyma þessu en eins og í gær að mæta aftur [í dómsal] þá er svolítið verið að rífa upp gömul sár,“ sagði Kristófer í síðasta mánuði.
KR Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Verið að rífa upp gömul sár“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. 22. október 2022 08:01 „Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01 KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00 Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
„Verið að rífa upp gömul sár“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. 22. október 2022 08:01
„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01
KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00
Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00