Hnefahögg á æfingu NBA-meistaranna Draymond Green, leiðtogi Golden State Warriors liðsins í NBA deildinni í körfubolta virðist enn á ný hafa gengið of langt í því að reka liðsfélaga sína áfram. Körfubolti 6. október 2022 10:00
Dagskráin í dag: Man. Utd á Kýpur og Subway-deildin hefst með stórleik Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem sýndar verða meðal annars beinar útsendingar frá leikjum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í fótbolta, og úr fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sport 6. október 2022 09:01
„Það er í raun mesti hausverkurinn fyrir mig að finna mínúturnar sem stelpurnar eiga skilið“ Hörður Axel þjálfari Keflavíkur var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði þó að það væri margt sem hann tæki út úr leiknum sem liðið gæti bætt. Körfubolti 5. október 2022 23:00
Blikar kláruðu Grindavík á útivelli Breiðablik vann 12 stiga sigur á Grindavík suður með sjó í Subway-deild kvenna, 65-77. Körfubolti 5. október 2022 21:15
Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 5. október 2022 20:37
Keflvíkingar taplausar og einar á toppnum eftir sigur á Haukum Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66. Körfubolti 5. október 2022 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. Körfubolti 5. október 2022 20:15
Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. Körfubolti 5. október 2022 16:00
Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. Körfubolti 5. október 2022 10:09
Tölvupóstsamskipti sýna að Þór fékk grænt ljós áður en það varð rautt Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs úr Þorlákshöfn segir vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands í kringum félagsskipti Spánverjans Pablo Hernández koma illa niður á félaginu. Formaður sambandsins segist skilja gremju Þórsara en regluverkið sé skýrt. Körfubolti 5. október 2022 08:32
Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn. Körfubolti 4. október 2022 12:01
Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Körfubolti 3. október 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 80-77 | Valur Meistarar meistaranna eftir spennuleik Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar áttust við í leiknum sem markar upphaf keppnistímabilsins í körfubolta karla hér á landi. Valsmenn báru sigur úr býtum í kaflaskiptum en spennandi leik 80-77. Kristófer Acox lokaði leiknum af vítalínunni þegar stutt var eftir. Körfubolti 2. október 2022 22:50
Kristófer: Allt í toppstandi, geggjaður Kristófer Acox, fyrirliði Vals, var að vonum ánægður með að hans menn væru búnir að lyfta einum bikar nú þegar þetta tímabilið en var þó ánægðari með það hvernig hans menn unnu leikinn. Valur lagði Stjörnuna 80-77 í leiknum um Meistara meistaranna fyrri í kvöld. Leikurinn markar upphafl körfuknattleikstímabilsins karlamegin. Körfubolti 2. október 2022 22:30
Lítið fór fyrir Tryggva í tapi Zaragoza Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza voru í eldlínunni í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Körfubolti 1. október 2022 18:05
Elvar og félagar á toppinn neftir öruggan sigur Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius unnu öruggan 23 stiga sigur er liðið heimsótti Prienai í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 66-89. Körfubolti 1. október 2022 16:18
Bandaríkin tryggðu sér ellefta heimsmeistaratitilinn og þann fjórða í röð Bandaríkin tryggðu sér í morgun sinn ellefta heimsmeistaratitil í körfubolta kvenna er liðið vann 22 stiga sigur gegn Kína í úrslitum HM sem fram fór í Ástralíu, 83-61. Þetta var jafnframt fjórði heimsmeistaratitill bandaríska liðsins í röð. Körfubolti 1. október 2022 11:31
Ný þjóðarhöll: Skrýtið ef einhver segir „allt í plati“ Það er ekki annað að heyra á Gunnari Einarssyni, formanni framkvæmdanefndar um nýja þjóðarhöll, en að verkefnið gangi vel. Hann segir mikinn hug í þeim sem að koma. Sport 30. september 2022 08:01
Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif? Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag. Körfubolti 29. september 2022 14:00
Keflavík spáð sigri en Hetti og ÍR falli Keflavík endar í efsta sæti Subway-deildar karla í körfubolta en Höttur og ÍR falla niður í 1. deild, samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í efstu deild. Körfubolti 29. september 2022 12:51
Bjarni: Vorum með plan varnarlega sem gekk upp Haukar fóru illa með Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Hauka 77-62 og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, afar ánægður með sigurinn. Sport 28. september 2022 22:35
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Valur 77-62 | Haukar völtuðu yfir Val Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Öflugur varnarleikur Hauka lagði grunninn að sigrinum. Heimakonur litu aldrei um öxl eftir að hafa komist snemma í tíu stiga forystu og Valur ógnaði aldrei forskoti Hauka sem unnu 15 stiga sigur 77-62. Körfubolti 28. september 2022 22:15
Keflavík vann stórsigur | Fjölnir lagði ÍR Keflavík vann Breiðablik með 30 stiga mun í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 58-88 í Smáranum. Fjölnir lagði ÍR í Breiðholti, lokatölur 50-58. Körfubolti 28. september 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 77-61 | Meistararnir komnir á blað Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur. Körfubolti 28. september 2022 21:00
Umfjöllun: AEK Larnaca 77-68 Þór Þ. | Stutt gaman hjá Þórsurum Þór Þ. tapaði með níu stiga mun, 77-68, fyrir AEK Larnaca frá Kýpur í átta liða úrslitum í forkeppni Evrópubikarsins í körfubolta karla. Þórsarar eru því úr leik í keppninni. Körfubolti 27. september 2022 16:45
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. Körfubolti 27. september 2022 13:31
Harden segist hafa lést um 45 kg í sumar James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, æfði greinilega vel í sumar því hann greindi frá því á blaðamannafundi að hann hefði lést verulega mikið frá síðasta tímabili. Körfubolti 27. september 2022 09:00
Kýldi samherja sinn í þrígang eftir tap Það er ekki nóg með að ekkert gangi inni á vellinum hjá Malí á HM í körfubolta kvenna heldur virðist liðsandinn vera í molum. Körfubolti 27. september 2022 08:31
„Er bara að leika mér til að gera fólk á internetinu brjálað“ Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartaði vægast sagt áhugaverðri hárgreiðslu þegar leikmenn liðsins ræddu við fjölmiðla fyrir komandi tímabil. Körfubolti 26. september 2022 22:31
Ármann fékk loks að fara á æfingu í Laugardalshöll: „Vonandi er þetta komið til að vera“ Fyrsta íþróttaæfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag eftir langvinnar framkvæmdir á húsnæðinu. Frekari vinnu er þó þörf í aðstæðum barnastarfs í Laugardal. Körfubolti 26. september 2022 20:00