Keflavík og Haukar með risasigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 21:00 Tinna Guðrún Alexandersdóttir var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík og Haukar unnu einstaklega örugga sigra í Subway deild kvenna í kvöld. Topplið Keflavíkur fékk botnlið ÍR í heimsókn og það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara á koddann með tvö stig. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn hins vegar ágætlega og voru „aðeins“ átta stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Eftir því sem leið á leikinn varð munurinn meiri og meiri. Þegar fjórða leikhluta lauk var munurinn orðinn 48 stig, lokatölur 99-51 Keflavík í vil. Sigurinn þýðir að Keflavík heldur toppsæti deildarinnar á meðan ÍR er áfram á botninum. Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig. Hjá ÍR var Aníka Linda Hjálmarsdóttir stigahæst með 15 stig og 7 fráköst. Sigur Hauka var engu minna sannfærandi. Þar var það ótrúlegur fjórði leikhluti sem var helsta ástæða stórsigursins en Fjölniskonur gátu vart keypt sér körfu framan af síðasta fjórðungi leiksins. Haukar unnu fjórða leikhluta með 21 stigi og leikinn með 45 stigum, lokatölur í Grafarvogi 46-91 og Haukar því áfram tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Fjölnir er í 6. sæti með 10 stig. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst hjá Haukum með 26 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Urté Slavickaite stigahæst með 18 stig. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF ÍR Haukar Fjölnir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Topplið Keflavíkur fékk botnlið ÍR í heimsókn og það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara á koddann með tvö stig. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn hins vegar ágætlega og voru „aðeins“ átta stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Eftir því sem leið á leikinn varð munurinn meiri og meiri. Þegar fjórða leikhluta lauk var munurinn orðinn 48 stig, lokatölur 99-51 Keflavík í vil. Sigurinn þýðir að Keflavík heldur toppsæti deildarinnar á meðan ÍR er áfram á botninum. Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig. Hjá ÍR var Aníka Linda Hjálmarsdóttir stigahæst með 15 stig og 7 fráköst. Sigur Hauka var engu minna sannfærandi. Þar var það ótrúlegur fjórði leikhluti sem var helsta ástæða stórsigursins en Fjölniskonur gátu vart keypt sér körfu framan af síðasta fjórðungi leiksins. Haukar unnu fjórða leikhluta með 21 stigi og leikinn með 45 stigum, lokatölur í Grafarvogi 46-91 og Haukar því áfram tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Fjölnir er í 6. sæti með 10 stig. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst hjá Haukum með 26 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Urté Slavickaite stigahæst með 18 stig.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF ÍR Haukar Fjölnir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira