„Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2023 20:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Eftir sex tapleiki í röð komst ÍR aftur á sigurbraut eftir dramatískan sigur á Grindavík 91-90. Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
„Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira