„Þórsarar horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 15:02 Antonio „Booman“ Williams í leik með KR en hann hefur spilað tvo leiki með liðinu. Annar vannst en hinn tapaðist í framlengingu. Vísir/Diego Tvö lið sem urðu Íslandsmeistarar fyrir aðeins nokkrum árum spila líf upp á líf eða dauða í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan. Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan.
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira