Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Hard­en frá í mánuð hið minnsta

James Harden meiddist á hægri fæti í tapi Philadelphia 76ers gegn Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Hann verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar

Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var.

Körfubolti
Fréttamynd

Tindastóll á sigurbraut á ný

Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 63-90 | Fjórði deildarsigur Vals í röð

Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir.Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fram­tíð Lakers eftir LeBron er ekki fögur sjón“

Nei eða já í Lögmál leiksins er fastur liður á Stöð 2 Sport 2 þegar NBA tímabilið er í gangi. Þessi stórskemmtilegi liður var á sínum stað í þættinum sem sýndur var í gærkvöld. Þar var yfir stöðu mála hjá Los Angeles Lakers, Steve Nash vs. Doc Rivers, stöðuna hjá Miami Heat og skipti Donovan Mitchell frá Utah Jazz til Cleveland Cavaliers.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel á förum frá Grinda­vík

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ

Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku.

Körfubolti