Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2023 23:30 Keflvíkingar fagna í leikslok og þakka áhorfendum fyrir góðan stuðning Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Það mátti glöggt sjá á ákefð Keflavíkur í byrjun að þær vissu nákvæmlega hversu mikið var undir og þær voru alls ekki tilbúnar að leyfa Valskonum að lyfta titlinum í Keflavík. Valskonur voru lengi að komast á blað og staðan fljótlega orðin 12-0. Þessi mynd er lýsandi fyrir ákefðina sem Keflavík kom með í leikinn í kvöld. Anna Ingunn og Birna Valgerður í miklum hamVísir/Hulda Margrét Þá mátti loks sjá smá lífsmark með gestunum og þær löguðu stöðuna í 17-10 en Keflvíkingar létu það ekki slá sig útaf laginu og lokuðu leikhlutanum með 11-3 áhlaupi. Karina Denislavova Konstantinova opnaði svo 2. leikhluta með þristi og áfram hélt stórsókn Keflvíkinga meðan Valskonur náðu aldrei að tengja saman neitt sérstaklega stór áhlaup. Munurinn 17 stig í hálfleik. Sóknarleikur Vals var ekki til eftirbreytni í kvöld. Galopin skot undir körfunni fóru forgörðum í umvörpum og meira að segja vítanýtingin var slök, 14/22 eða 63 prósent. Varnarleikur Keflvíkinga var að sama skapi til fyrirmyndar og þær gerðu gestunum oft ansi erfitt fyrir. Pressuðu allan völlinn og gáfu Val sjaldan færi á að ná andanum. Þema leiksins var mögulega kjarnað í lok 3. leikhluta þegar Daniela Wallen setti „step-back“ þrist spjaldið ofan í. Skömmu seinna setti Karina Konstantinova svo risa þrist lengst fyrir utan yfir Hildi. Meðan allt gekk upp hjá Keflavík voru Valskonur alltaf skrefinu á eftir og raun ótrúlegt að munurinn hafi ekki verið meiri en tólf stig þegar talið var uppúr kössunum í lokin. Af hverju vann Keflavík? Samvinna, var svarið sem Hörður Axel þjálfari liðsins gaf í viðtali eftir leik. Keflavíkurkonur gáfu allt í þennan leik, allar sem ein. Þær spiluðu framúrskarandi vörn sem auðveldaði þeim lífið sóknarmegin, þar sem þær tóku góðar ákvarðanir trekk í trekk og uppskáru í samræmi við það. Simone Costa hitti ekki úr skoti utan af velli í fyrri hálfleik en vaknaði þó aðeins til lífsins þegar á leið. Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen var lang stigahæst Keflvíkinga með 24 stig og tólf fráköst að auki. Þær fengu líka gott framlag úr ýmsum áttum, Agnes og Emelía, sem kom inn í byrjunarliðið í kvöld, settu t.a.m. sitthvora tvo þristana úr fjórum skotum. Emelía skilaði tólf stigum á 10 mínútum, skilvirk frammistaða það. Daniela Wallen fór fyrir sínu liði í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hjá Val voru það erlendu leikmennirnir tveir, Kiana Johnson og Simone Costa sem drógu vagninn sóknarlega, með 17 og 16 stig. Kiana bætti við átta fráköstum að auki og sex stoðsendingum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Valskvenna gekk herfilega á köflum. Stóru leikmennirnir tveir, Hildur Björg og Ásta Júlía voru algjörlega heillum horfnar, Hildur 3/12 í skotum og Ásta 3/11. Hvað gerist næst? Keflvíkingar halda titilvonum sínum á lífi og tímabilinu sömuleiðis en Valskonur fá tækifæri til að lyfta bikarnum á heimavelli á föstudaginn. Við vorum hrikalega flatar í byrjun Óli hafði ekki margar ástæður til að brosa í kvöldVísir/Hulda Margrét Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum ósáttur við hvernig hans konur byrjuðu leikinn í kvöld. Keflvíkingar hefðu einfaldlega gert flest betur en Valur. „Alls ekki. Við vorum hrikalega flatar í byrjun og Keflavík kom bara miklu tilbúnari í þetta. Þær ýttu okkur útúr öllu einhvern veginn og gerðu eiginlega allt betur. Vel gert hjá Keflavík í dag.“ Skotnýtning Vals var ekki góð í leiknum, settu aðeins sex körfur utan af velli í fyrri hálfleik. Varnarlega spiluðu Keflvíkingar fanta vel og þó svo að Ólafur hafi átt von á slíkri spilamennsku þá tókst hans konum ekki að bregðast við þessum stífa varnarleik. „Bara eins og við töluðum um fyrir leik, við vissum að það myndi gerast. En við leyfðum þeim líka bara að ýta okkur útúr hlutunum. Við urðum bara hræddar við „mómentið“ og svo í seinni hálfleik þegar við vorum að fara að grafa okkur úr holunni þá fórum við að setja skotin af því að við höfðum trú á því. En þetta bara má ekki gerast svona í byrjun leiks.“ „Þær hitta hrikalega vel og eru að setja erfið skot. Við oft að „contesta“ og þær bara gerðu vel í dag. Þú vinnur þér líka inn allt þetta sjálfstraust. Þú ert búinn að spila vel í byrjun sem kemur þér svolítið í gang. Þær fara að hitta skotum og þá bara hefurðu trú á þessu, þá hittirðu svona skotum. Við vorum ekki þar í dag og því fór sem fór.“ Ólafur gerði breytingu á byrjunarliði sínu frá fyrstu tveimur leikjunum, en Embla Kristínardóttir fór á bekkinn og Dagbjört Dögg Karlsdóttir kom aftur inn í byrjunarliðið. Þegar eitthvað er ekki bilað, á maður þá nokkuð að vera að reyna að laga það? „Gæti vel verið. Ég þarf bara að skoða þetta. Við þurfum allavega að laga þennan fókus í byrjun. Við bara sjáum til.“ - Sagði Ólafur að lokum. Mér fannst við ekki sýna okkar bestu hliðar í dag og þær sýndu sínar bestu Hildur Björg í basli. Birna Valgerður lét hana hafa fyrir hlutunum í kvöldVísir/Hulda Margrét Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals sagði að upplegg þeirra fyrir þennan leik hefði augljóslega ekki gengið upp. Hún sagðist þó ekki ætla að svekkja sig of lengi á tapinu. „Mér fannst við ekki sýna okkar bestu hliðar í dag og þær sýndu sínar bestu. Það gekk ekki upp það sem við ætluðum að gera og það sem við vorum búnar að leggja upp með. En það er bara 2-1 og þýðir ekki að vera að dvelja of lengi við þetta. Svekkjum okkur í kvöld og áfram gakk á morgun.“ Hildur vildi ekki meina að það hefði verið komin einhver værukærð eða kæruleysi í Valsliðið. „Ekki lagt upp með það! En mögulega, ég á eftir að skoða þetta betur. En ég vil algjörlega mæta með meiri ákefð og baráttu en við gerðum í dag.“ Varnarlega gerðu Keflvíkingar Valskonum lífið leitt í kvöld. „Mér fannst þær einhvern veginn ná að ýta okkur úr okkar stöðu og voru að rífa sóknarfráköst. Það er eitthvað sem er ekki okkur líkt og ekki eins og við viljum spila. Þannig að við þurfum að laga það fyrir föstudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Það mátti glöggt sjá á ákefð Keflavíkur í byrjun að þær vissu nákvæmlega hversu mikið var undir og þær voru alls ekki tilbúnar að leyfa Valskonum að lyfta titlinum í Keflavík. Valskonur voru lengi að komast á blað og staðan fljótlega orðin 12-0. Þessi mynd er lýsandi fyrir ákefðina sem Keflavík kom með í leikinn í kvöld. Anna Ingunn og Birna Valgerður í miklum hamVísir/Hulda Margrét Þá mátti loks sjá smá lífsmark með gestunum og þær löguðu stöðuna í 17-10 en Keflvíkingar létu það ekki slá sig útaf laginu og lokuðu leikhlutanum með 11-3 áhlaupi. Karina Denislavova Konstantinova opnaði svo 2. leikhluta með þristi og áfram hélt stórsókn Keflvíkinga meðan Valskonur náðu aldrei að tengja saman neitt sérstaklega stór áhlaup. Munurinn 17 stig í hálfleik. Sóknarleikur Vals var ekki til eftirbreytni í kvöld. Galopin skot undir körfunni fóru forgörðum í umvörpum og meira að segja vítanýtingin var slök, 14/22 eða 63 prósent. Varnarleikur Keflvíkinga var að sama skapi til fyrirmyndar og þær gerðu gestunum oft ansi erfitt fyrir. Pressuðu allan völlinn og gáfu Val sjaldan færi á að ná andanum. Þema leiksins var mögulega kjarnað í lok 3. leikhluta þegar Daniela Wallen setti „step-back“ þrist spjaldið ofan í. Skömmu seinna setti Karina Konstantinova svo risa þrist lengst fyrir utan yfir Hildi. Meðan allt gekk upp hjá Keflavík voru Valskonur alltaf skrefinu á eftir og raun ótrúlegt að munurinn hafi ekki verið meiri en tólf stig þegar talið var uppúr kössunum í lokin. Af hverju vann Keflavík? Samvinna, var svarið sem Hörður Axel þjálfari liðsins gaf í viðtali eftir leik. Keflavíkurkonur gáfu allt í þennan leik, allar sem ein. Þær spiluðu framúrskarandi vörn sem auðveldaði þeim lífið sóknarmegin, þar sem þær tóku góðar ákvarðanir trekk í trekk og uppskáru í samræmi við það. Simone Costa hitti ekki úr skoti utan af velli í fyrri hálfleik en vaknaði þó aðeins til lífsins þegar á leið. Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen var lang stigahæst Keflvíkinga með 24 stig og tólf fráköst að auki. Þær fengu líka gott framlag úr ýmsum áttum, Agnes og Emelía, sem kom inn í byrjunarliðið í kvöld, settu t.a.m. sitthvora tvo þristana úr fjórum skotum. Emelía skilaði tólf stigum á 10 mínútum, skilvirk frammistaða það. Daniela Wallen fór fyrir sínu liði í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hjá Val voru það erlendu leikmennirnir tveir, Kiana Johnson og Simone Costa sem drógu vagninn sóknarlega, með 17 og 16 stig. Kiana bætti við átta fráköstum að auki og sex stoðsendingum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Valskvenna gekk herfilega á köflum. Stóru leikmennirnir tveir, Hildur Björg og Ásta Júlía voru algjörlega heillum horfnar, Hildur 3/12 í skotum og Ásta 3/11. Hvað gerist næst? Keflvíkingar halda titilvonum sínum á lífi og tímabilinu sömuleiðis en Valskonur fá tækifæri til að lyfta bikarnum á heimavelli á föstudaginn. Við vorum hrikalega flatar í byrjun Óli hafði ekki margar ástæður til að brosa í kvöldVísir/Hulda Margrét Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum ósáttur við hvernig hans konur byrjuðu leikinn í kvöld. Keflvíkingar hefðu einfaldlega gert flest betur en Valur. „Alls ekki. Við vorum hrikalega flatar í byrjun og Keflavík kom bara miklu tilbúnari í þetta. Þær ýttu okkur útúr öllu einhvern veginn og gerðu eiginlega allt betur. Vel gert hjá Keflavík í dag.“ Skotnýtning Vals var ekki góð í leiknum, settu aðeins sex körfur utan af velli í fyrri hálfleik. Varnarlega spiluðu Keflvíkingar fanta vel og þó svo að Ólafur hafi átt von á slíkri spilamennsku þá tókst hans konum ekki að bregðast við þessum stífa varnarleik. „Bara eins og við töluðum um fyrir leik, við vissum að það myndi gerast. En við leyfðum þeim líka bara að ýta okkur útúr hlutunum. Við urðum bara hræddar við „mómentið“ og svo í seinni hálfleik þegar við vorum að fara að grafa okkur úr holunni þá fórum við að setja skotin af því að við höfðum trú á því. En þetta bara má ekki gerast svona í byrjun leiks.“ „Þær hitta hrikalega vel og eru að setja erfið skot. Við oft að „contesta“ og þær bara gerðu vel í dag. Þú vinnur þér líka inn allt þetta sjálfstraust. Þú ert búinn að spila vel í byrjun sem kemur þér svolítið í gang. Þær fara að hitta skotum og þá bara hefurðu trú á þessu, þá hittirðu svona skotum. Við vorum ekki þar í dag og því fór sem fór.“ Ólafur gerði breytingu á byrjunarliði sínu frá fyrstu tveimur leikjunum, en Embla Kristínardóttir fór á bekkinn og Dagbjört Dögg Karlsdóttir kom aftur inn í byrjunarliðið. Þegar eitthvað er ekki bilað, á maður þá nokkuð að vera að reyna að laga það? „Gæti vel verið. Ég þarf bara að skoða þetta. Við þurfum allavega að laga þennan fókus í byrjun. Við bara sjáum til.“ - Sagði Ólafur að lokum. Mér fannst við ekki sýna okkar bestu hliðar í dag og þær sýndu sínar bestu Hildur Björg í basli. Birna Valgerður lét hana hafa fyrir hlutunum í kvöldVísir/Hulda Margrét Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals sagði að upplegg þeirra fyrir þennan leik hefði augljóslega ekki gengið upp. Hún sagðist þó ekki ætla að svekkja sig of lengi á tapinu. „Mér fannst við ekki sýna okkar bestu hliðar í dag og þær sýndu sínar bestu. Það gekk ekki upp það sem við ætluðum að gera og það sem við vorum búnar að leggja upp með. En það er bara 2-1 og þýðir ekki að vera að dvelja of lengi við þetta. Svekkjum okkur í kvöld og áfram gakk á morgun.“ Hildur vildi ekki meina að það hefði verið komin einhver værukærð eða kæruleysi í Valsliðið. „Ekki lagt upp með það! En mögulega, ég á eftir að skoða þetta betur. En ég vil algjörlega mæta með meiri ákefð og baráttu en við gerðum í dag.“ Varnarlega gerðu Keflvíkingar Valskonum lífið leitt í kvöld. „Mér fannst þær einhvern veginn ná að ýta okkur úr okkar stöðu og voru að rífa sóknarfráköst. Það er eitthvað sem er ekki okkur líkt og ekki eins og við viljum spila. Þannig að við þurfum að laga það fyrir föstudaginn.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum