Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:31 Úrslitakeppnis-Jimmy er mættur til leiks. Megan Briggs/Getty Images Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira