Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Fjölda­upp­sagnir hjá Icelandair eftir helgi

Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Mynduðu hjarta fyrir ofan borgina

Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins í dag með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms

Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Markaður fyrir köngu­lær

Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. 

Skoðun
Fréttamynd

Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair

Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­víst með mögu­leika á heim­komu eftir páska

Íslendingar sem enn eru erlendis og hyggja á heimferð eru hvattir að nýta sér ferðir Icelandair frá London og Boston næstu daga auk flugferða frá Stokkhólmi á morgun, þriðjudag, og frá Alicante á Spáni á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs

Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið.

Innlent