Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 17:29 Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Icelandair Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Icelandair Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira