Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Að­stoðar­for­stjóri Play hættur

Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur „alls ekki“ að flug­far­gjöld Play á heima­markaðinum séu ó­sjálf­bær

Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ó­vænt bak­slag“ en ein verð­bólgu­mæling breytir ekki heildar­myndinni

Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Marel lækkar enn af­komu­spána vegna ó­vissu og krefjandi rekstrar­um­hverfis

Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að mark­miði verður löng

Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.

Innherji
Fréttamynd

„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“

Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi.

Innlent
Fréttamynd

Nýjasta tíska ferða­langa? Að fljúga ber­bakt um há­loftin

Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu.

Lífið
Fréttamynd

Um­svifa­mikill verk­taki byggir upp stöðu í Icelandair

Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Ey­þór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi af­komu­horfa

Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir.

Innherji
Fréttamynd

Styrkás kaupir Kraft

Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komust ekki inn á net­banka vegna bilunar

Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækni­legir örðug­leikar til skoðunar á Kefla­víkur­flug­velli

Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Markaðurinn er að átta sig á því að verð­bólgan sé eins og „slæm tann­pína“

Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.

Innherji
Fréttamynd

Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einka­fjár­festarnir voru keyptir út

Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent.

Innherji
Fréttamynd

Skel stendur að kaupum á belgísku verslunar­keðjunni INNO

Fjárfestingafélagið Skel í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia er að ganga frá kaupum á öllu hlutafé belgísku verslunarkeðjunnar INNO. Skel mun fara með helmingshlut í nýju félagi sem er stofnað í kringum kaupin á INNO sem er með árlega veltu upp á jafnvirði tugi milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Akur fær­ir virð­i fisk­sal­ans Gad­us­ar nið­ur um nærri helming

Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Staðan ekki jafn­svört og sumir vilji meina

Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. 

Viðskipti innlent