Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Englaspilið klingir

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir á fallegt englaspil sem hún tekur fram fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik.

Jól
Fréttamynd

Með sínum heittelskaða á jólunum

„Það er allur gangur á því. Ég er voða lítið með einhverjar hefðir. En maður skreytir alltaf og gerir kósý heima. Ég, Reynir og Una, fósturdóttir mín, skreytum jólatréð saman. Ég bakaði í fyrra og það var gaman og gefandi," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona aðspurð um jólahefðirnar á hennar heimili. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Nú til dæmis að baka og finna ilminn og hlusta á klassísk jólalög. Fara í göngutúr með sínum heittelskaða og vera með Unu, - hún er svo skemmtileg." „Við ætlum að vera tvö saman heima hjá okkur þar sem að Una okkar er í útlöndum," segir Elma Lísa spurð með hverjum og hvar hún verður á aðfangadagskvöld. „Góða bók eða gott ilmkerti og ást og hlýju," segir hún að lokum spurð hvaða hana langar í jólagjöf. -elly@365.is

Jól
Fréttamynd

Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum

„Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið og konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst."

Jól
Fréttamynd

Búin að setja seríur í gluggana

„Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.

Jól
Fréttamynd

Lúsíubrauð

Lúsíubrauð er bakað í Svíþjóð fyrir Lúsíudaginn 13. desember og afgangurinn geymdur í frysti til jólanna. Brauðin eru sólgul smábrauð sem ilma af kryddi og heita á frummálinu Lusekatter. Þau eru formuð eins og geislar sem eiga að undirstrika ljósið sem dýrðlingurinn Lúsía kemur með í myrkrinu.

Jól
Fréttamynd

Gottakökur

Þessa uppskrift sendi Ásta Lóa, sem segir þessar kökur vera ómissandi hjá sinni fjölskyldu um jólin. Crisco er vörutegund af jurtafeiti sem fæst sjaldan á Íslandi, en hægt er að nota smjör eða smjörlíki í staðinn.

Jól
Fréttamynd

Réttu kvikmyndirnar fyrir jólaskapið

Margir nýta jólin til kvikmyndaáhorfs og oftar en ekki verða fyrir valinu myndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um jólin þótt þau séu ekki endilega meginviðfangsefnið. Hér fer listi yfir nokkrar slíkar sem ættu að koma manni í rétta jólaskapið:

Jól
Fréttamynd

Hátíðarbrauð frá Ekvador

Einn pk. þurrger, 1/4 bolli sykur, 1/3 bolli volgt vatn, 6 eggjarauður, 1 tsk. vanilludropar, 1/2 tsk. raspaður sítrónubörkur, 1/2 tsk. salt, 2 til 3 bollar hveiti, 8 msk. mjúkt smjör, 1/3 bolli súkkat, 1/4 bolli dökkar rúsínur, 1/4 bolli ljósar rúsínur, 1 bolli hakkaðar pekanthnetur eða valhnetur, 2 msk. bráðið smjör.

Jól
Fréttamynd

Hálfmánar

Hálfmánar eru smákökutegund sem margir af eldri kynslóðinni þekkja en yngri kynslóðin hefur kannski ekki verið jafn dugleg að búa til. Hér er uppskrift að þessum góðu hnoðuðu kökum.

Jól
Fréttamynd

Hélt fyrst upp á jólin á Íslandi

Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands frá Írak og settust að á Akranesi. Einn þeirra er Manal Aleedy, sem býr þar í bæ ásamt börnum sínum þremur, þeim Söru, Mariyam og Hamoudi.

Jól
Fréttamynd

Salan á jólaöli Carlsberg slær met

Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra

Jól
Fréttamynd

Litlar jólakringlur

Smjör og hveiti hrært saman. Sykur og sítrónubörkur settur í og síðan rjóminn. Hnoðað.

Jól