Engar kaloríur 1. nóvember 2011 00:01 Samkvæmt kaloríureglunum inniheldur sá matur sem þú borðar þegar enginn sér til engar kaloríur. Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. 1. Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.2. Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þá.3. Matur, sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum til dæmis jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín og fleira, inniheldur aldrei kaloríur því hann er góður fyrir hjartað. Að minnsta kosti í hófi.4. Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.5. Matur á borð við poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur, sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband, er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.6. Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.7. Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.8. Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda til dæmis tómatar = jarðarberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði.9. Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar. - sig Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Allir eiga sinn jólasokk Jól Gyðingakökur Jól Rúsínukökur Jólin Kjöt í stað jólakorta Jól
Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. 1. Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.2. Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þá.3. Matur, sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum til dæmis jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín og fleira, inniheldur aldrei kaloríur því hann er góður fyrir hjartað. Að minnsta kosti í hófi.4. Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.5. Matur á borð við poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur, sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband, er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.6. Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.7. Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.8. Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda til dæmis tómatar = jarðarberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði.9. Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar. - sig
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Allir eiga sinn jólasokk Jól Gyðingakökur Jól Rúsínukökur Jólin Kjöt í stað jólakorta Jól