Jól

Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í þessum fjórða þætti gefur Ívar okkur uppskrift af ljúffengum gelti í bolabaði. 
Í þessum fjórða þætti gefur Ívar okkur uppskrift af ljúffengum gelti í bolabaði. 

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.

Líkt og fyrri þættir Ívars eru þeir fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Fjórða og síðasta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en uppskriftirnar má finna neðar í fréttinni.

Reyktur göltur í Bolabaði

  • 1 svínahamborgarhryggur frá KEA
  • Fullt af Bola Premium
  • 3 msk Dijon
  • 6 msk púðursykur

Aðferð:

Klæðið göltinn úr plastkápunni og úrbeinið. Setjið göltinn í pott og hellið Bola yfir þannig að ekkert standi upp úr. Stingið hitamæli í miðjuna á geltinum og sjóðið á vægum hita uppí 50° hita. Takið göltinn úr baðinu og setjið á steikarfat. Blandið saman púðursykri og Dijon, makið göltinn með blöndunni og setjið inn í ofn á 170°. Steikið þangað til gölturinn nær 65°. Hvílið í 15 mín og njótið.

Bolasósa

  • 600 ml Soð af hrygg
  • 1 shallot Laukur
  • 200 ml Rjómi
  • Kjötkraftur
  • Maizena til að þykkja
  • Pipar

Aðferð:

Sigtið soð í pott og kveikið undir. Sneiðið lauk og setjið útí. Sjóðið niður um helming. Blandið rjóma út í og sjóðið niður um circa 20% á vægum hita. Bragðbætið með krafti og pipar. Þykkið ef þarf með maizena.

Sykurbrúnaðar kartöflur

  • 700 gr rauðar kartöflur
  • 200 gr sykur
  • 1 msk smjör
  • 100 ml rjómi

Aðferð:

Sjóðið kartöflur í potti í 25 mín, hellið vatni af og geymið með loki á. Bræðið saman sykur og smjör á pönnu. Þegar blandan er orðin ljósbrún skal hella rjóma varleg út í. Hrærið og sjóðið í 5 mín. Hellið kartöflum varlega út á pönnu og hitið í 5 mín.

Eplasalat

  • 1 grænt epli
  • 250 ml þeyttur rjómi
  • 100 ml sýrður rjómi
  • 2 msk sykur

Aðferð:

Þeytið rjóma. Blandið saman sýrðum og sykri. Skrælið epli, kjarnhreinsið og skerið í teninga. Blandið öllu saman og njótið.

Krækiberjarauðkál

  • 500 gr rauðkál skorið í ræmur
  • 200 ml eplaedik
  • 200 ml krækiberjasaft
  • 1 msk rifsberjasulta
  • 200 gr sykur
  • 2 anísstjörnur
  • 1 rautt epli
  • 2 negulnaglar

Aðferð:

Allt sett í pott og soðið í 50 mín. Borið fram volgt

Rjómamaís

  • 400 gr frosinn maís
  • 1 laukur skorinn í teninga
  • 1 hvítlauksrif
  • 300 ml Rjómi
  • 4 msk noisette
  • Salt
  • pipar
  • söxuð steinselja

Aðferð:

Setjið maís, lauk, hvítlauk og noisette í pott. Sjóðið í 10 mín. Hellið rjóma út í og sjóðið á vægum hita niður um helming af vökvanum. Blandið með törfasprota, bragðbætið með salti og pipar og njótið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×