Engin íslensk jólamynd í ár Engin íslensk mynd verður frumsýnd um þessi jól. Því verða aðdáendur íslenskra kvikmynda að leita á önnur mið vilji þeir skemmta sér um jólin. Vonir stóðu til að annaðhvort Svartur á leik eða Djúpið yrðu frumsýndar um jólaleytið en ekki verður af því. Baltasar Kormákur, leikstjóri Djúpsins, var ekki viss hvenær frumsýning myndarinnar yrði og var ekki reiðubúinn til að staðfesta endanlega dagsetningu í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Svartur á leik ekki frumsýnd fyrr en í mars en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Lífið 5. desember 2011 08:00
Að fara ekki í jólaköttinn Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum. Tíska og hönnun 30. nóvember 2011 21:00
Persónulegar gjafir í alla pakka Í versluninni Föndru fæst mikið úrval af föndurvöru, prjónagarni og vefnaðarvöru. Strax á haustmánuðum fór fólk að undirbúa jólagjafirnar og jólakortin. Jólin 30. nóvember 2011 20:00
Frumleg jólakort og gamaldags föndur Margt skemmtilegt er að finna fyrir jólin á vefnum jola.is. Auk þess sem fólk getur búið til persónuleg jólakort á mjög góðu verði er þar líka að finna eldhúsdagatöl sem njóta vinsælda. Að ógleymdu gamaldags og skemmtilegu föndurdóti. Jólin 30. nóvember 2011 13:00
Íslensk jólatré eru allra hagur Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Skoðun 30. nóvember 2011 06:00
Veist þú um fallega jólaskreytingu? Láttu Orkuveituna vita Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum almennings á fegurstu, smekklegustu og snotrustu jólaskreytingum á íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Fyrirtækið hefur um árabil veitt viðurkenningar fyrir fallegustu skreytingarnar en það eru húseigendur eða íbúar eftir atvikum sem viðurkenninguna. Innlent 28. nóvember 2011 14:58
Búðu til jólakort með mynd á netinu Fyrirtækið Samskipti býður fjöldann allan af skemmtilegum vörum til jólagjafa sem hægt er að merkja á persónulegan hátt. Margt er hægt að panta á netinu eins og til dæmis jólakort, dagatöl, spil, bolla og prentun á striga svo eitthvað sé nefnt. Kynningar 28. nóvember 2011 11:00
Skreytir bæinn með jólavættum "Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Tíska og hönnun 25. nóvember 2011 21:00
Gaga jól Söngkonan Lady Gaga, 25 ára, er greinilega komin í jólaskap eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði... Lífið 24. nóvember 2011 15:39
Grænir hátíðarréttir: Sætkartöflubaggi, marinerað tófú og hráfæðissæla með jarðarberjakremi Þó að flestir tengi hátíðarmat við saðsamar kjötmáltíðir þá eru til ýmsir heilsusamlegir valkostir. Grænmetisætum stendur ýmislegt spennandi til boða eins og ljóst má vera af matseðlinum sem Þórir Bergsson kokkur setti saman með tófú-spjót í aðalrétt. Jól 1. nóvember 2011 10:00
Jólakæfa Þorgerður Sigurðardóttir sendi okkur þessa gómsætu uppskrift að jólakæfu. Jólin 1. nóvember 2011 09:00
Skreytt á skemmtilegan máta Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Kókosæði fyrir hátíðarnar Þessa uppskrift að Kókosæði sendi Birgitta Elín Helgadóttir okkur. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Piparkökuhús Það eru ekki jól hjá mörgum án þess að piparkökuhús sé bakað. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Jólatré Gaultiers Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van Jólin 1. nóvember 2011 00:01
Ekki jól án jólakökunnar Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku. Jólin 1. nóvember 2011 00:01
Magni: Gömul jólalög kveikja í mér „Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina. Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg. Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég. Meðfylgjandi má skoða augnablíkin, sem Hallgrímur Guðmundsson, fangaði á tónleikunum. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja „Ég klæði mig í ullina og fer í rómantískan göngutúr um miðbæinn," segir Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona, sem eignaðist sitt fyrsta barn, dreng, 14. júlí síðastliðinn, aðspurð út í undirbúning jólanna. „Aðalhefðin hefur þó verið prófatörn, tónlistargjörningar og handavinna. Ég er meira skapandi á þessum árstíma en venjulega. Ég mála, sauma út og prjóna jólagjafir og ég er nú þegar byrjuð á jólagjöfunum fyrir þessi jól," segir hún. „Smákökubakstur með mömmu og systur minni er að festa sig í sessi, og svo hefðbundnir endurfundir innan stórfjölskyldunnar sem tvístrast út um allt yfir árið." Hvað kemur þér í jólaskap? „Hreindýraundirföt mannsins míns," svarar Védís brosandi áður en kvatt er.-elly@365.is Jól 1. nóvember 2011 00:01
Kata Júl: Mandarínur og Last Christmas með Wham „Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd." Jól 1. nóvember 2011 00:01
Margrét Eir er ekkert stressuð fyrir jólin Hefðirnar eru mörgum það mikilvægar að jólaundirbúningurinn fer allur í eitt stresskast. Sumum tekst þó að njóta aðdraganda jólanna í rólegheitum. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Marinerað sjávarréttakonfekt Ljúffengur og léttur forréttur fyrir sex manns. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Búlgarskt morgunbrauð Syndsamlega gott búlgarskt morgunbrauð frá Guðrúnu Helgu í Sofiu. Uppálagt á annan í jólum með bolla af sterku kaffi. Jól 1. nóvember 2011 00:01