Jólahald bræðranna á Kollaleiru Sólveig Gísladóttir skrifar 5. desember 2013 09:00 Pétur, David og Pétur í messu. Hversdags eru þeir í brúnum kuflum að hætti hettumunka en á hátíðlegum stundum klæðast þeir messuskrúða. Slóvakísku munkarnir David, Pétur og Pétur, af reglu hettumunka, búa í klaustri á Kollaleiru í Reyðarfirði. Þeir ferðast mikið um jólin og messa yfir kaþólskum sóknarbörnum á Austurlandi. Á aðfangadag opna þeir gjafir og borða steiktan fisk.Munkarnir eru af reglu Kapúsínabræðra, eða hettumunka. Fyrsti hettumunkurinn kom til Íslands árið 2004 en klaustrið á Kollaleiru í Reyðarfirði var stofnað árið 2007. Bróðir David Tencer var einn fyrsti munkurinn sem kom hingað til lands. „Fyrrverandi biskup okkar, Jóhannes Gijsen, bauð okkur að koma og stofna klaustur og nýja sókn á Austurlandi,“ segir David um tilurð klaustursins. Biskup Gijsen valdi staðsetninguna og prestsetrið sem helgað er heilögum Þorláki. „Auk mín búa hér þeir Pétur Fintor sem kom hingað árið 2007 og Pétur Kovácik sem flutti árið 2009,“ segir David en allir eru þeir prestar líka. Hann útskýrir að uppruna Kapúsínareglunnar megi rekja til heilags Frans af Assisi. „Reglu okkar einkennir að við viljum vera eins og bræður, ekki bara okkar á milli heldur einnig við alla aðra. Við viljum vera fátækir og einfaldir eins og heilagur Frans,“ útskýrir hann glaðlega.Forvitnilegir í fyrstu David segir Íslendinga hafa tekið þeim bræðrum vel. „Í fyrstu voru margir forvitnir enda alveg nýtt að hitta munka í kuflum í Bónus eða að veiða fisk. Þetta breyttist fljótt og í dag erum við bara algeng sjón og eigum marga Íslendinga fyrir vini.“ Týpískur dagur í lífi munkanna á Kollaleiru hefst klukkan 8 með hugleiðslu og bænastund. „Við syngjum daglega messu klukkan 9 og þá hefst vinnudagurinn okkar,“ segir hann en hver og einn hefur hlutverki að gegna í klaustrinu. „Ég er til dæmis kokkur, einn Pétur er smiður og hinn er rafvirki,“ lýsir hann glettinn. Klukkan 12.45 biðja þeir saman og borða hádegismat. „Eftir hádegi förum við oft að kenna börnum trúfræðslu, hitta fólk, undirbúa það fyrir sakramentin til dæmis skírn, hjónaband og slíkt. Klukkan 17 komum við saman aftur að biðja tíðabænir og rósakrans, hugleiðsla er klukkan 18 og svo borðum við eitthvað einfalt í kvöldmatinn,“ segir David. Á kvöldin gefst þeim svo tími til að tala saman, horfa á fréttir eða bara fara í sund eða heimsækja vini. „Oft fer einhver okkar að syngja kvöldmessu annars staðar, mest til Egilsstaða eða á sunnudögum til Djúpavogs, Hornafjarðar, Bakkafjarðar eða Neskaupstaðar.“Á ferðinni um jólin Kaþólikkar fara oft í kirkju að sögn Davids, sérstaklega á stórhátíðum á borð við jólin og áramótin. „Um jólin þurfum við að ferðast mikið til að lesa messu á öllum stöðum sóknarinnar en hún nær frá Skaftafelli til Bakkafjarðar,“ segir David. Að öðru leyti einkennist jólatíðin af bænahaldi og öðrum önnum. „Á aðfangadag setjum við upp jötu í kapellunni okkar, skreytum jólatré, föstum allan daginn og á aðfangadagskvöld borðum við hátíðlegan kvöldmat saman,“ lýsir David. Þar er þó ekki á boðstólum kjöt en það er aðeins borðað á jóladag. „Maturinn er týpískur fyrir Slóvakíu. Í fyrra fengum við oblátu með hunangi og hvítlauk, súrkálssúpu með íslenskum sveppum og steiktan fisk með kartöflusalati.“ Eftir matinn taka þeir upp gjafir. „Þær minna okkur á að Guð gaf okkur sína stærstu gjöf, son sinn, Jesú.“ Eftir kvöldmatinn syngja bræðurnir jólalög og skemmta sér. „Okkur finnst ekki gott að vita af fólki sem er eitt um jólin og því bjóðum við alla sem eru einir og einmana á aðfangadag að eyða honum með okkur,“ segir hann glaðlega og bendir á að flestir kaþólikkar í sókn þeirra séu útlendingar. Jóladagur er annasamur hjá David, Pétri og Pétri. „Þá eru messur á mörgum stöðum og jólaleikrit auk þess sem fólk kemur til okkar líka. Það er mjög gaman,“ segir hann og brosir.Of mikið um jólasveina David er inntur eftir áliti sínu á jólahaldi Íslendinga. „Mér finnst rosalega gaman að lesa hvernig jólahald Íslendinga var til forna. Í dag finnst mér of mikið um jólasveina og gjafir og því mjög einfalt að gleyma því sem er mikilvægast, fæðingu Jesú.“ Boðskap jólanna telur David helst felast í boðskap englanna. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól Babbi segir Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól
Slóvakísku munkarnir David, Pétur og Pétur, af reglu hettumunka, búa í klaustri á Kollaleiru í Reyðarfirði. Þeir ferðast mikið um jólin og messa yfir kaþólskum sóknarbörnum á Austurlandi. Á aðfangadag opna þeir gjafir og borða steiktan fisk.Munkarnir eru af reglu Kapúsínabræðra, eða hettumunka. Fyrsti hettumunkurinn kom til Íslands árið 2004 en klaustrið á Kollaleiru í Reyðarfirði var stofnað árið 2007. Bróðir David Tencer var einn fyrsti munkurinn sem kom hingað til lands. „Fyrrverandi biskup okkar, Jóhannes Gijsen, bauð okkur að koma og stofna klaustur og nýja sókn á Austurlandi,“ segir David um tilurð klaustursins. Biskup Gijsen valdi staðsetninguna og prestsetrið sem helgað er heilögum Þorláki. „Auk mín búa hér þeir Pétur Fintor sem kom hingað árið 2007 og Pétur Kovácik sem flutti árið 2009,“ segir David en allir eru þeir prestar líka. Hann útskýrir að uppruna Kapúsínareglunnar megi rekja til heilags Frans af Assisi. „Reglu okkar einkennir að við viljum vera eins og bræður, ekki bara okkar á milli heldur einnig við alla aðra. Við viljum vera fátækir og einfaldir eins og heilagur Frans,“ útskýrir hann glaðlega.Forvitnilegir í fyrstu David segir Íslendinga hafa tekið þeim bræðrum vel. „Í fyrstu voru margir forvitnir enda alveg nýtt að hitta munka í kuflum í Bónus eða að veiða fisk. Þetta breyttist fljótt og í dag erum við bara algeng sjón og eigum marga Íslendinga fyrir vini.“ Týpískur dagur í lífi munkanna á Kollaleiru hefst klukkan 8 með hugleiðslu og bænastund. „Við syngjum daglega messu klukkan 9 og þá hefst vinnudagurinn okkar,“ segir hann en hver og einn hefur hlutverki að gegna í klaustrinu. „Ég er til dæmis kokkur, einn Pétur er smiður og hinn er rafvirki,“ lýsir hann glettinn. Klukkan 12.45 biðja þeir saman og borða hádegismat. „Eftir hádegi förum við oft að kenna börnum trúfræðslu, hitta fólk, undirbúa það fyrir sakramentin til dæmis skírn, hjónaband og slíkt. Klukkan 17 komum við saman aftur að biðja tíðabænir og rósakrans, hugleiðsla er klukkan 18 og svo borðum við eitthvað einfalt í kvöldmatinn,“ segir David. Á kvöldin gefst þeim svo tími til að tala saman, horfa á fréttir eða bara fara í sund eða heimsækja vini. „Oft fer einhver okkar að syngja kvöldmessu annars staðar, mest til Egilsstaða eða á sunnudögum til Djúpavogs, Hornafjarðar, Bakkafjarðar eða Neskaupstaðar.“Á ferðinni um jólin Kaþólikkar fara oft í kirkju að sögn Davids, sérstaklega á stórhátíðum á borð við jólin og áramótin. „Um jólin þurfum við að ferðast mikið til að lesa messu á öllum stöðum sóknarinnar en hún nær frá Skaftafelli til Bakkafjarðar,“ segir David. Að öðru leyti einkennist jólatíðin af bænahaldi og öðrum önnum. „Á aðfangadag setjum við upp jötu í kapellunni okkar, skreytum jólatré, föstum allan daginn og á aðfangadagskvöld borðum við hátíðlegan kvöldmat saman,“ lýsir David. Þar er þó ekki á boðstólum kjöt en það er aðeins borðað á jóladag. „Maturinn er týpískur fyrir Slóvakíu. Í fyrra fengum við oblátu með hunangi og hvítlauk, súrkálssúpu með íslenskum sveppum og steiktan fisk með kartöflusalati.“ Eftir matinn taka þeir upp gjafir. „Þær minna okkur á að Guð gaf okkur sína stærstu gjöf, son sinn, Jesú.“ Eftir kvöldmatinn syngja bræðurnir jólalög og skemmta sér. „Okkur finnst ekki gott að vita af fólki sem er eitt um jólin og því bjóðum við alla sem eru einir og einmana á aðfangadag að eyða honum með okkur,“ segir hann glaðlega og bendir á að flestir kaþólikkar í sókn þeirra séu útlendingar. Jóladagur er annasamur hjá David, Pétri og Pétri. „Þá eru messur á mörgum stöðum og jólaleikrit auk þess sem fólk kemur til okkar líka. Það er mjög gaman,“ segir hann og brosir.Of mikið um jólasveina David er inntur eftir áliti sínu á jólahaldi Íslendinga. „Mér finnst rosalega gaman að lesa hvernig jólahald Íslendinga var til forna. Í dag finnst mér of mikið um jólasveina og gjafir og því mjög einfalt að gleyma því sem er mikilvægast, fæðingu Jesú.“ Boðskap jólanna telur David helst felast í boðskap englanna. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“
Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól Babbi segir Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól