Leiðir til að hafa jólin græn Oddur Freyr Snorrason skrifar 13. nóvember 2019 10:00 Kerti úr býflugnavaxi eru umhverfisvænni en þau hefðbundnu og býflugnavax gefur líka indælan ilm. Nordicphotos/GETTY Jólin geta svo sannarlega verið umhverfinu dýrkeypt. Þeim getur fylgt mikil sóun og notkun á alls kyns óumhverfisvænum efnum og stór hluti af jólagjöfum endar í ruslinu innan nokkurra mánaða. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að vera grænni um jólin.Búðu til jólapappír Það er hægt að koma í veg fyrir notkun á óumhverfisvænum jólapappír með því að búa til sinn eigin pappír úr umhverfisvænum efnum. Það er til dæmis hægt að nota gömul dagatöl, kort, pappírspoka, dagblöð og tímarit, kassa, barnateikningar, sokka og ýmislegt fleira, eða umbúðirnar frá því í fyrra, ef þær voru geymdar. Það er líka hægt að fá umhverfisvæn bönd til að binda pakkana saman. Einnig er hægt að kaupa umhverfisvænan jólapappír.Kauptu gjafir sem endast Gefið gjafir sem endast frekar en eitthvað sem endar á haugunum innan árs. Það er hægt að gefa alls kyns gjafir sem hafa notagildi og endast vel. Það gæti líka verið sniðugt að reyna að finna jólagjafir í verslun sem selur notaðar vörur. Svo er líka hægt að búa til gjafir og þær hafa oft miklu meiri þýðingu fyrir fólk en það sem er keypt.Keyptu íslenskt Vörur sem eru ekki innfluttar hafa yfirleitt mun minna kolefnisspor svo það er betra fyrir umhverfið að kaupa íslenskt.Þeir sem hafa öðruvísi jólatré geta fengið grenilykt í húsið með grenikrans.Öðruvísi jólatré Það er synd að fella falleg tré, skreyta þau og láta þau svo rotna úti á götu í janúar. Það er til dæmis hægt að skreyta pottaplöntu eða hafa jólatré úr umhverfisvænum efnum eins og pappa eða viði, þó að þau séu kannski svolítið ólík því sem við erum vön. Til að fá grenilyktina er svo hægt að hafa grenikransa, sem eru sjálfbærari framleiðsla.Gefðu til góðgerðarmála Það er sniðugt að taka til í skápunum fyrir jól og gefa það sem maður þarf ekki lengur til góðgerðarmála. Það er aldrei að vita nema það geti bætt jólahátíðina fyrir einhvern annan og minnkar uppsöfnun á óþarfa.Umhverfisvæn kerfi Mörgum finnst kerti ómissandi partur af jólunum. Í stað þess að nota þessi hefðbundnu er ráð að finna kerti úr býflugna-, soja- eða grænmetisvaxi. Býflugnavax gefur líka indælan ilm.Náttúrulegt eða endurunnið skraut Það er um að gera að búa til sitt eigið jólaskraut, en ef það er keypt borgar sig að kaupa eitthvað klassískt úr endurvinnanlegum efnum sem hægt að nota ár eftir ár. Það er bæði óumhverfisvænt og slæm nýting á peningum að kaupa plastskraut sem endist stutt. Svo er það yfirleitt ekki jafn fallegt.Forðist matarsóun Gríðarlega mikið af mat fer til spillis á jólunum og það er mikilvægt að skipuleggja vel fyrir fram til að hafa örugglega nóg, en ekki óþarflega mikið. Ef maður situr uppi með afganga er oft hægt að gera alls konar góðgæti úr þeim með smá frumlegri hugsun.Margnota pokar í jólaverslun Það er ódýrt og þægilegt að taka poka, en það er miklu betra fyrir umhverfið að vera með sína eigin margnota poka meðferðis í jólagjafa- og matarinnkaupumunum fyrir jól, rétt eins og á öðrum tímum ársins. Birtist í Fréttablaðinu Jól Umhverfismál Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól
Jólin geta svo sannarlega verið umhverfinu dýrkeypt. Þeim getur fylgt mikil sóun og notkun á alls kyns óumhverfisvænum efnum og stór hluti af jólagjöfum endar í ruslinu innan nokkurra mánaða. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að vera grænni um jólin.Búðu til jólapappír Það er hægt að koma í veg fyrir notkun á óumhverfisvænum jólapappír með því að búa til sinn eigin pappír úr umhverfisvænum efnum. Það er til dæmis hægt að nota gömul dagatöl, kort, pappírspoka, dagblöð og tímarit, kassa, barnateikningar, sokka og ýmislegt fleira, eða umbúðirnar frá því í fyrra, ef þær voru geymdar. Það er líka hægt að fá umhverfisvæn bönd til að binda pakkana saman. Einnig er hægt að kaupa umhverfisvænan jólapappír.Kauptu gjafir sem endast Gefið gjafir sem endast frekar en eitthvað sem endar á haugunum innan árs. Það er hægt að gefa alls kyns gjafir sem hafa notagildi og endast vel. Það gæti líka verið sniðugt að reyna að finna jólagjafir í verslun sem selur notaðar vörur. Svo er líka hægt að búa til gjafir og þær hafa oft miklu meiri þýðingu fyrir fólk en það sem er keypt.Keyptu íslenskt Vörur sem eru ekki innfluttar hafa yfirleitt mun minna kolefnisspor svo það er betra fyrir umhverfið að kaupa íslenskt.Þeir sem hafa öðruvísi jólatré geta fengið grenilykt í húsið með grenikrans.Öðruvísi jólatré Það er synd að fella falleg tré, skreyta þau og láta þau svo rotna úti á götu í janúar. Það er til dæmis hægt að skreyta pottaplöntu eða hafa jólatré úr umhverfisvænum efnum eins og pappa eða viði, þó að þau séu kannski svolítið ólík því sem við erum vön. Til að fá grenilyktina er svo hægt að hafa grenikransa, sem eru sjálfbærari framleiðsla.Gefðu til góðgerðarmála Það er sniðugt að taka til í skápunum fyrir jól og gefa það sem maður þarf ekki lengur til góðgerðarmála. Það er aldrei að vita nema það geti bætt jólahátíðina fyrir einhvern annan og minnkar uppsöfnun á óþarfa.Umhverfisvæn kerfi Mörgum finnst kerti ómissandi partur af jólunum. Í stað þess að nota þessi hefðbundnu er ráð að finna kerti úr býflugna-, soja- eða grænmetisvaxi. Býflugnavax gefur líka indælan ilm.Náttúrulegt eða endurunnið skraut Það er um að gera að búa til sitt eigið jólaskraut, en ef það er keypt borgar sig að kaupa eitthvað klassískt úr endurvinnanlegum efnum sem hægt að nota ár eftir ár. Það er bæði óumhverfisvænt og slæm nýting á peningum að kaupa plastskraut sem endist stutt. Svo er það yfirleitt ekki jafn fallegt.Forðist matarsóun Gríðarlega mikið af mat fer til spillis á jólunum og það er mikilvægt að skipuleggja vel fyrir fram til að hafa örugglega nóg, en ekki óþarflega mikið. Ef maður situr uppi með afganga er oft hægt að gera alls konar góðgæti úr þeim með smá frumlegri hugsun.Margnota pokar í jólaverslun Það er ódýrt og þægilegt að taka poka, en það er miklu betra fyrir umhverfið að vera með sína eigin margnota poka meðferðis í jólagjafa- og matarinnkaupumunum fyrir jól, rétt eins og á öðrum tímum ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Umhverfismál Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól