Tími kærleikans Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2013 16:00 Árni Svanur Daníelsson er vefprestur þjóðkirkjunnar. mynd/gva Jóladagatal kirkjunnar er ekki eins og súkkulaðidagatal sem klárast því hægt er að opna gluggana aftur og aftur og upplifa hlýju og kærleika á ný,“ segir Árni Svanur Daníelsson, vefprestur þjóðkirkjunnar, um heillandi dagatal kirkjunnar sem lætur engan ósnortinn. „Síðast bjuggum við til jóladagatal fyrir þremur árum þegar þjóðin var í sárum vegna efnahagshrunsins. Þá var þemað von því okkur þótti mikið skorta á vonina hjá landsmönnum,“ útskýrir Árni Svanur. Að þessu sinni er „koma kærleikans“ þema jóladagatalsins. „Hugmyndin er sú að jóladagatalið sé leið til að nálgast jól og aðventu sem tíma kærleikans. Aðventan er dásamlega skemmtilegur og góður tími en hún getur líka verið full af streitu því stundum er svo mikið að gera og væntingarnar miklar. Þá getur verið gott að setjast niður við tölvu og meðtaka góðar hugsanir,“ segir Árni Svanur um dagatalið, sem er yndisleg gjöf fyrir alla sem langar í, vantar eða gætu haft gagn af hlýjum og uppbyggjandi skilaboðum í dagsins önn. „Hver og einn gluggi gefur kærleiksrík skilaboð; orð sem hvetja og örva, ögra, spyrja og veita svör. Skilaboðin koma frá fólki úr ólíkum áttum, ungum og öldnum, og vonin að allir sem horfa finni eitthvað við sitt hæfi.“ Árni Svanur tekur dæmi um 4. desember þegar skemmtikrafturinn Þorsteinn Guðmundsson var í glugga dagatalsins og velti vöngum yfir Jósef, stjúppabba Jesú Krists. „Þá sáu sumir nýjan vinkil á jólasögunni á meðan aðrir voru í þeirri stöðu að hafa tekið að sér barn og gátu samsamað sig sögunni. Ég vona að flestir láti uppbyggjast og líði vel þegar þeir horfa og hlusta á skilaboð dagatalsins. Boðskapurinn gæti breytt hugsunarhætti okkar og hann minnir okkur á gildi umhyggju og kærleikans.“ Jóladagatal kirkjunnar hefst og endar á laginu Hin fyrstu jól af nýrri jólaplötu Svavars Knúts, Kristjönu Stefánsdóttur og Ragnheiðar Gröndal, Eitthvað fallegt. „Við erum þakklát þegar fólk lætur aðra vita af jóladagatalinu því við vitum að svo margir gætu þegið lítinn kærleiksmola. Jóladagatalið hjálpar okkur að skapa rétta stemningu í aðdraganda jóla,“ segir Árni Svanur. En hvernig verður nútímamaðurinn áþreifanlega var við komu kærleikans? „Hann finnur það í gegnum hefðir jólanna þegar við gerum okkur dagamun sem gengur út á samskipti fólks,“ segir Árni Svanur. „Við gefum gjafir því okkur er annt um aðra, sendum jólakveðjur til að minna fólkið sem skiptir okkur máli á að það skipti okkur máli. Við gerum fínt í kringum okkur, skreytum og höldum fjölskylduboð sem snúast um að rækta tengslin við fólkið sem við eigum í lífi okkar. Við sjáum líka marga láta gott af sér leiða með því að gefa jól í skókassa, skilja jólapakka eftir handa náunganum í verslanamiðstöðvum eða gefa til hjálparsamtaka svo enn fleiri geti átt þessa sérstöku stund sem jólin eru. Það er kærleikurinn í verki. Við skynjum líka komu kærleikans á aðfangadagskvöld þegar helgin gengur í garð og allir verða þess áskynja að komin eru heilög jól. Það er stund sem snertir við okkur öllum.“ Jóladagatal kirkjunnar má sjá hér. Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól
Jóladagatal kirkjunnar er ekki eins og súkkulaðidagatal sem klárast því hægt er að opna gluggana aftur og aftur og upplifa hlýju og kærleika á ný,“ segir Árni Svanur Daníelsson, vefprestur þjóðkirkjunnar, um heillandi dagatal kirkjunnar sem lætur engan ósnortinn. „Síðast bjuggum við til jóladagatal fyrir þremur árum þegar þjóðin var í sárum vegna efnahagshrunsins. Þá var þemað von því okkur þótti mikið skorta á vonina hjá landsmönnum,“ útskýrir Árni Svanur. Að þessu sinni er „koma kærleikans“ þema jóladagatalsins. „Hugmyndin er sú að jóladagatalið sé leið til að nálgast jól og aðventu sem tíma kærleikans. Aðventan er dásamlega skemmtilegur og góður tími en hún getur líka verið full af streitu því stundum er svo mikið að gera og væntingarnar miklar. Þá getur verið gott að setjast niður við tölvu og meðtaka góðar hugsanir,“ segir Árni Svanur um dagatalið, sem er yndisleg gjöf fyrir alla sem langar í, vantar eða gætu haft gagn af hlýjum og uppbyggjandi skilaboðum í dagsins önn. „Hver og einn gluggi gefur kærleiksrík skilaboð; orð sem hvetja og örva, ögra, spyrja og veita svör. Skilaboðin koma frá fólki úr ólíkum áttum, ungum og öldnum, og vonin að allir sem horfa finni eitthvað við sitt hæfi.“ Árni Svanur tekur dæmi um 4. desember þegar skemmtikrafturinn Þorsteinn Guðmundsson var í glugga dagatalsins og velti vöngum yfir Jósef, stjúppabba Jesú Krists. „Þá sáu sumir nýjan vinkil á jólasögunni á meðan aðrir voru í þeirri stöðu að hafa tekið að sér barn og gátu samsamað sig sögunni. Ég vona að flestir láti uppbyggjast og líði vel þegar þeir horfa og hlusta á skilaboð dagatalsins. Boðskapurinn gæti breytt hugsunarhætti okkar og hann minnir okkur á gildi umhyggju og kærleikans.“ Jóladagatal kirkjunnar hefst og endar á laginu Hin fyrstu jól af nýrri jólaplötu Svavars Knúts, Kristjönu Stefánsdóttur og Ragnheiðar Gröndal, Eitthvað fallegt. „Við erum þakklát þegar fólk lætur aðra vita af jóladagatalinu því við vitum að svo margir gætu þegið lítinn kærleiksmola. Jóladagatalið hjálpar okkur að skapa rétta stemningu í aðdraganda jóla,“ segir Árni Svanur. En hvernig verður nútímamaðurinn áþreifanlega var við komu kærleikans? „Hann finnur það í gegnum hefðir jólanna þegar við gerum okkur dagamun sem gengur út á samskipti fólks,“ segir Árni Svanur. „Við gefum gjafir því okkur er annt um aðra, sendum jólakveðjur til að minna fólkið sem skiptir okkur máli á að það skipti okkur máli. Við gerum fínt í kringum okkur, skreytum og höldum fjölskylduboð sem snúast um að rækta tengslin við fólkið sem við eigum í lífi okkar. Við sjáum líka marga láta gott af sér leiða með því að gefa jól í skókassa, skilja jólapakka eftir handa náunganum í verslanamiðstöðvum eða gefa til hjálparsamtaka svo enn fleiri geti átt þessa sérstöku stund sem jólin eru. Það er kærleikurinn í verki. Við skynjum líka komu kærleikans á aðfangadagskvöld þegar helgin gengur í garð og allir verða þess áskynja að komin eru heilög jól. Það er stund sem snertir við okkur öllum.“ Jóladagatal kirkjunnar má sjá hér.
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól