Alltaf betra en í fyrra Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. nóvember 2013 11:00 Ólafur Örn Ólafsson á K-bar fiktar eitthvað við uppskriftina að Waldorf-salatinu á hverju ári en það er það eina sem þó heldur sér á jólaborði fjölskyldunnar milli ára. Eitt það skemmtilegasta sem við gerum á mínu heimili er að búa til mat en okkur finnst ekkert gaman að elda alltaf sama matinn. Það er því mismunandi jólamatur milli ára en þó alltaf fuglakjöt af einhverju tagi. Waldorf-salatið er samt fastur liður,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, matgæðingur og eigandi K-bars. Waldorf-salatið hefur fylgt Ólafi allt frá æskujólum en á í dag lítið skylt við salatið sem móðir hans útbýr. „Ég fikta við salatið á hverju ári. Pikkla eplin örlítið í sykri og ediki, rista pekanhnetur í ofni og nota jarðarber í staðinn fyrir vínber. Það verður aldrei alveg eins milli ára en batnar bara og batnar.“ Ólafur kannast ekki við jólastress. Aðfangadagur líður við matseld og gestagang og stendur jólamaturinn yfirleitt klár á borðum þegar klukkan slær sex. „Ég byrja meira að segja oft á jólamatnum á Þorláksmessu og fer ekki út úr eldhúsinu allan aðfangadag,“ segir Ólafur. „Það hefur líka skapast sú hefð hjá okkur að taka á móti gestum með púrtvínsstaupi og piparkökum með gráðaosti í eldhúsinu. Fólk er jafnvel farið að gera sér sérstaka ferð til okkar um hádegisbilið á aðfangadag til að komast í piparkökurnar og púrtvínið. En allt fer þetta fram í mestu rólegheitum. Ef maturinn er ekki til á slaginu sex gerir það heldur ekkert til.“Ólafur pikklar eplin og ristar hnetur upp úr sykri og smjöri í ár.Waldorf-salatið í ár 3 græn epli skræld og skorin í teninga 2 stönglar sellerí skornir í þunnar sneiðar Nokkur jarðarber eða steinlaus vínber Lúka af pekanhnetum 2 msk. sykur 2 msk. smjör 4 skvettur eplaedik 1 dl rjómi, þeyttur 2 msk. grísk jógúrt Klípa af salti Setjið hneturnar í eldfast mót og ristið í ofni á 180°C í 15-20 mín. með smjörinu og sykrinum, hrærið reglulega. Þegar hneturnar eru orðnar karamellíseraðar skal taka þær út, sulla skvettu af ediki yfir, hræra einu sinni enn og salta örlítið. Baðið eplin upp úr smáediki og sykri og látið liggja á meðan rjóminn er þeyttur. Blandið svo saman rjóma, jógúrt, eplum og selleríi. Stráið berjum og hnetum yfir þegar bera á fram salatið. Lagið og staðfærið að vild. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Óþarfi að flækja málin Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Baggalútur útskýrir jólasiðina Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 17. desember Jól Gleymir að kaupa jólatré Jól Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum Jól Sameinast um hlífðargleraugu Jólin
Eitt það skemmtilegasta sem við gerum á mínu heimili er að búa til mat en okkur finnst ekkert gaman að elda alltaf sama matinn. Það er því mismunandi jólamatur milli ára en þó alltaf fuglakjöt af einhverju tagi. Waldorf-salatið er samt fastur liður,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, matgæðingur og eigandi K-bars. Waldorf-salatið hefur fylgt Ólafi allt frá æskujólum en á í dag lítið skylt við salatið sem móðir hans útbýr. „Ég fikta við salatið á hverju ári. Pikkla eplin örlítið í sykri og ediki, rista pekanhnetur í ofni og nota jarðarber í staðinn fyrir vínber. Það verður aldrei alveg eins milli ára en batnar bara og batnar.“ Ólafur kannast ekki við jólastress. Aðfangadagur líður við matseld og gestagang og stendur jólamaturinn yfirleitt klár á borðum þegar klukkan slær sex. „Ég byrja meira að segja oft á jólamatnum á Þorláksmessu og fer ekki út úr eldhúsinu allan aðfangadag,“ segir Ólafur. „Það hefur líka skapast sú hefð hjá okkur að taka á móti gestum með púrtvínsstaupi og piparkökum með gráðaosti í eldhúsinu. Fólk er jafnvel farið að gera sér sérstaka ferð til okkar um hádegisbilið á aðfangadag til að komast í piparkökurnar og púrtvínið. En allt fer þetta fram í mestu rólegheitum. Ef maturinn er ekki til á slaginu sex gerir það heldur ekkert til.“Ólafur pikklar eplin og ristar hnetur upp úr sykri og smjöri í ár.Waldorf-salatið í ár 3 græn epli skræld og skorin í teninga 2 stönglar sellerí skornir í þunnar sneiðar Nokkur jarðarber eða steinlaus vínber Lúka af pekanhnetum 2 msk. sykur 2 msk. smjör 4 skvettur eplaedik 1 dl rjómi, þeyttur 2 msk. grísk jógúrt Klípa af salti Setjið hneturnar í eldfast mót og ristið í ofni á 180°C í 15-20 mín. með smjörinu og sykrinum, hrærið reglulega. Þegar hneturnar eru orðnar karamellíseraðar skal taka þær út, sulla skvettu af ediki yfir, hræra einu sinni enn og salta örlítið. Baðið eplin upp úr smáediki og sykri og látið liggja á meðan rjóminn er þeyttur. Blandið svo saman rjóma, jógúrt, eplum og selleríi. Stráið berjum og hnetum yfir þegar bera á fram salatið. Lagið og staðfærið að vild.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Óþarfi að flækja málin Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Baggalútur útskýrir jólasiðina Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 17. desember Jól Gleymir að kaupa jólatré Jól Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum Jól Sameinast um hlífðargleraugu Jólin