Joe Biden

Joe Biden

Fréttir tengdar Joe Biden, 46. forseta Bandaríkjanna.

Fréttamynd

Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“

Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden. 

Erlent
Fréttamynd

Segir MAGA-Rep­úbl­ik­an­a ógna Band­a­ríkj­un­um

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu?

Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig.

Erlent
Fréttamynd

Jill Biden með Covid

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Við­brögð­in sýna tang­ar­hald Trumps á Rep­úbl­ik­an­a­flokkn­um

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig.

Erlent
Fréttamynd

Patman nýr sendiherra á Íslandi

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Biden búinn að losna við Covid, aftur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Biden aftur með Covid

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mældist aftur jákvæður fyrir Covid-19 í dag. Hann þarf því að fara í fimm daga einangrun að nýju, aðeins þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf og yfirgaf einangrun.

Erlent
Fréttamynd

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram

Meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, bjóði sig aftur fram til embættis í forsetakosningunum 2024. Einungis 33 prósent allra Bandaríkjamanna segjast ánægð með störf forstans.

Erlent
Fréttamynd

Í­halds­öfl við völd í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.

Erlent
Fréttamynd

James Corden skreytir skrifstofu Joe Bidens í Hvíta húsinu

Þáttastjórnandinn James Corden gerði sér lítið fyrir og heimsótti Bandaríkjaforsetann Joe Biden í Hvíta húsið til þess að fríska upp á skrifstofuna hans. Í klippu sem var birt úr þættinum má sjá hann færa forsetanum ávaxtaskál og setja upp mynd af sér og Harry Styles.

Lífið
Fréttamynd

Biden samþykkir herta byssulöggjöf

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt.

Erlent