Erlent

Fyrr­verandi konditor Hvíta hússins er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mesnier ásamt Hillary Clinton við piparkökuhús Hvíta hússins árið 2000.
Mesnier ásamt Hillary Clinton við piparkökuhús Hvíta hússins árið 2000. Getty/Alex Wong

Roland Mesnier, fyrrverandi konditor Hvítahússins, lést á föstudaginn eftir skammvinn veikindi, 78 ára að aldri. Mesnier matreiddi ljúffengt góðgæti ofan í fimm Bandaríkjaforseta á ævi sinni.

Mesnier var fyrst ráðinn til Hvíta hússins árið 1979 og starfaði þar allt til ársins 2004. Hann bakaði fyrir Jimmy Carter, Ronald Reagan, George Bush eldri, Bill Clinton og George Bush yngri.

Hann var þekktur fyrir það að hann gerði aldrei sama rétt tvisvar sinnum, sama hvort um væri að ræða nýjan forseta eða ekki.

Mesnier starfaði á veitingastöðum um allan heim áður en hann var ráðinn til Hvíta hússins, meðal annars í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og á Bermúda.

Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ein þeirra sem minntist Mesnier á samfélagsmiðlum eftir að greint var frá dauða hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×