Erlent

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Zawahiri var hægri hönd Osama bin Laden.
Zawahiri var hægri hönd Osama bin Laden. epa

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að réttlætinu hefði verið fullnægt en forsetinn er sagður hafa átt fundi um skipulag árásarinnar í maí, júní og júlí. Bandaríkjamenn höfðu þá fylgst með al-Zawahiri í nokkurn tíma og hafði hann ítrekað sést á svölum hússins sem ráðist var gegn. 

Árásin átti sér síðan stað á laugardag, þegar tveimur Hellfire eldflaugum var skotið á húsið. Embættismenn segjast þess fullvissir að aðeins al-Zawahiri hafi látist í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×