Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 11:59 Barack Obama og Joe Biden voru kampakátir á sviði í Fíladelfíu í gær jafnvel þó að flest bendi til þess að flokkur þeirra missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi. AP/Patrick Semansky Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent