Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Voru sér­stak­lega varaðir við á­rás frá ISKP

Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. 

Erlent
Fréttamynd

Býr á Ís­landi en dæmd í sex ára fangelsi í Rúss­landi

Liudmilu „Lucy“ Shtein, meðlimur Pussy Riot og íslenskur ríkisborgari, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi. Shtein, sem er 27 ára gömul, er ekki í Rússlandi en hún var dæmd vegna færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún talaði gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Banda­ríkja­menn og Breta um að­komu að á­rásinni

Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina.

Erlent
Fréttamynd

Um 375 milljónir til úkraínska hersins

Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum.

Innlent
Fréttamynd

Verum ekki eftir­bátar í stuðningi við Úkraínu

Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­á­reiðan­leg Evrópu­ríki

Fullyrðingar þess efnis að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin í varnarmálum standast ekki nánari skoðun. Hið sama á við um fullyrðingar um að hægt sé að treysta á ríki Evrópusambandsins í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Um­fangs­miklar á­rásir á Úkraínu

Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Stökk­breyting í al­þjóða­málum

Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls.

Skoðun
Fréttamynd

Rússar segja ís­lenska mála­liða í Úkraínu

María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi

Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi í dag. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa.

Innlent
Fréttamynd

Látinn horfa á her­menn nauðga óléttri móður sinni og kærustu

Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á.

Erlent
Fréttamynd

Sorgardagur í Odessa

Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við.

Erlent
Fréttamynd

For­seta­kosningar hafnar í Rúss­landi

Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið.

Erlent
Fréttamynd

„Vopnin eru til þess að nota þau“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað.

Erlent
Fréttamynd

Senda fleiri eld­flaugar og fall­byssur til Úkraínu

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu á­rásir í átta héruðum Rúss­lands

Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi.

Erlent