Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 21:33 Ukrainian servicemen examine fragments of a Russian military plane that was shot down, on the outskirts of Kostyantynivka, a near-front line city in the Donetsk region, Ukraine, Saturday, Oct. 5, 2024. (Iryna Rybakova via AP) Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum um helgina sýndi þotunni flogið beint á eftir drónanum nærri Chasiv Yar í austurhluta Úkraínu, þegar flugskeyti var skotið úr þotunni af stuttu færi. Dróninn féll logandi til jarðar á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Um er að ræða dróna af gerðinni S-70, eða Okhotnik, en talið er að örfáir slíkir hafi verið framleiddir. Rússar hafa um nokkuð skeið notað annars konar dróna, sem eru ekki búnir tækni sem gerir erfiðara að sjá þá á ratsjám og nota hefðbundna hreyfla í stað þotuhreyfla, til þess að varpa svifsprengjum á Úkraínu en Forbes segir Úkraínumenn hafa skotið að minnsta kosti sjö slíka niður. Vitað er til þess að tveir S-70 drónar hafi verið framleiddir en rússneskir herbloggarar segja þennan sem skotinn var niður vera nýjan. Það hefur ekki verið staðfest. So, this looks like Russians downing their newest Sukhoi S-70 Okhotnik heavy drone near Chasiv Yar. pic.twitter.com/haVf4aU6y4— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 5, 2024 Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Sprengjurnar geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einni árás. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Líkur hafa verið leiddar að því að um tilraunaflug hafi verið að ræða og að Rússar hafi misst stjórn á drónanum. Því hafi ákvörðun verið tekin um að skjóta hann niður og reyna að koma þannig í veg fyrir að viðkvæm og mögulega leynileg tækni lenti í höndum Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa farið hratt yfir brakið og flutt mikið af því á brott. Svifsprengjur fundust á brakinu, samkvæmt frétt TWZ. Russia’s S-70 Hunter Drone Was Armed When Shot Down By Friendly Fighter Over UkraineEvidence from the crash site points to the flying wing drone having flown a combat test mission with glide bombs.Story: https://t.co/7jZ9PMMwHu— Tyler Rogoway (@Aviation_Intel) October 7, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16 Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum um helgina sýndi þotunni flogið beint á eftir drónanum nærri Chasiv Yar í austurhluta Úkraínu, þegar flugskeyti var skotið úr þotunni af stuttu færi. Dróninn féll logandi til jarðar á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Um er að ræða dróna af gerðinni S-70, eða Okhotnik, en talið er að örfáir slíkir hafi verið framleiddir. Rússar hafa um nokkuð skeið notað annars konar dróna, sem eru ekki búnir tækni sem gerir erfiðara að sjá þá á ratsjám og nota hefðbundna hreyfla í stað þotuhreyfla, til þess að varpa svifsprengjum á Úkraínu en Forbes segir Úkraínumenn hafa skotið að minnsta kosti sjö slíka niður. Vitað er til þess að tveir S-70 drónar hafi verið framleiddir en rússneskir herbloggarar segja þennan sem skotinn var niður vera nýjan. Það hefur ekki verið staðfest. So, this looks like Russians downing their newest Sukhoi S-70 Okhotnik heavy drone near Chasiv Yar. pic.twitter.com/haVf4aU6y4— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 5, 2024 Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Sprengjurnar geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einni árás. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Líkur hafa verið leiddar að því að um tilraunaflug hafi verið að ræða og að Rússar hafi misst stjórn á drónanum. Því hafi ákvörðun verið tekin um að skjóta hann niður og reyna að koma þannig í veg fyrir að viðkvæm og mögulega leynileg tækni lenti í höndum Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa farið hratt yfir brakið og flutt mikið af því á brott. Svifsprengjur fundust á brakinu, samkvæmt frétt TWZ. Russia’s S-70 Hunter Drone Was Armed When Shot Down By Friendly Fighter Over UkraineEvidence from the crash site points to the flying wing drone having flown a combat test mission with glide bombs.Story: https://t.co/7jZ9PMMwHu— Tyler Rogoway (@Aviation_Intel) October 7, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16 Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16
Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13