Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 23:19 Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5. AP/Yui Mok Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann. Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann.
Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira