Áætla að hækka þurfi leigu hjá Félagsbústöðum um 6,5 prósent Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um 6,5 prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins. Innlent 13. mars 2024 10:39
Hlutfallslega flestar leiguíbúðir á Suðurnesjum Suðurnes hafa að geyma hlutfallslega fleiri leiguíbúðir í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en nokkur annar landshluti. Fimmtungur íbúða í landshlutanum er skráður í leiguskrá. Viðskipti innlent 13. mars 2024 10:17
Fasteignasamningar í uppnámi vegna stíflu í brunabótamati Dæmi eru um að fasteignaviðskipti séu í uppnámi vegna mikils fjölda beiðna um brunabótamat hjá Hús- og mannvirkjastofnun. Endurmatsbeiðnir í febrúar voru á pari við fjölda slíkra beiðna yfir átján mánuði. Innlent 13. mars 2024 07:01
„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. Innlent 13. mars 2024 07:01
„Ég er bara skíthrædd hérna“ Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum. Innlent 12. mars 2024 19:19
Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. Skoðun 8. mars 2024 10:15
Heima er best - fyrir öll Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Skoðun 6. mars 2024 08:31
„Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. Innlent 5. mars 2024 13:43
Bein útsending: Niðurstöður könnunar um stöðu launafólks kynntar Varða – rannsóknarstofnun Vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu launafólks á Íslandi á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sem hefst klukkan 12. Viðskipti innlent 5. mars 2024 11:16
Sturlaðar arðsemiskröfur leigusala grafa undan lífskjörum leigjenda Arðsemiskrafa leigusala á íslenskum leigumarkaði er um það bil tíu sinnum hærri en þeirra sem fjárfesta á almennum hlutabréfamarkaði. Slík krafa um arðsemi kemur til þrátt fyrir að ávöxtun á húsnæðismarkaði sé töluvert meiri en á hlutabréfamarkaði. Skoðun 5. mars 2024 07:31
Lífeyrissjóðir vilja að rýmkaðar heimildir eigi við um allar óskráðar eignir Landssamtök lífeyrissjóða kalla eftir því að heimildir til þess að fjárfesta í óskráðum eignum verði rýmkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra er með frumvarp til umsagnar um að lífeyrissjóðir fái auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum fasteignafélögum á íbúðamarkaði en sjóðirnir vilja auka heimildina án tillits til kjarnareksturs. Innherji 4. mars 2024 13:50
Getur ekki flutt inn því það býr kona í íbúðinni hennar Kona sem gerði húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði á Bifröst sem tók gildi þann 1. mars getur ekki flutt inn því önnur kona býr í íbúðinni hennar. Sú er með leigusamning vegna sömu íbúðar fram í ágúst. Innlent 3. mars 2024 17:07
Ný nálgun á húsnæðismál Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Skoðun 2. mars 2024 15:00
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Innlent 1. mars 2024 12:03
Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. Innlent 1. mars 2024 10:13
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. Innlent 1. mars 2024 09:44
Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Innlent 28. febrúar 2024 22:22
Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. Innlent 28. febrúar 2024 15:51
Hafnar því að bera ábyrgð á þenslu og húsnæðisskorti Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir greinina ómaklega hafa mátt sitja undir því að hún beri ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Innlent 27. febrúar 2024 16:33
35 fermetrar á 220 þúsund krónur Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. Neytendur 26. febrúar 2024 20:00
Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn. Innlent 25. febrúar 2024 18:11
Grein vegna skrifa um flóttafólk og hælisleitendur. Mér langar aðeins til að benda á umræða sumra sem snýst um að fá sem flesta hælisleitendur og eða flóttafólks til Íslands og veita þeim vissa vernd. Þá er staðan þannig að við Íslendingar sem höfum alltaf greitt okkar skatta og skyldur til samfélagsins verðum undir í allri umræðu t.d. vegna húsnæðisskorts. Skoðun 25. febrúar 2024 15:30
Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. Innlent 25. febrúar 2024 15:07
Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. Innlent 24. febrúar 2024 14:01
Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. Innlent 23. febrúar 2024 00:38
Áfallið kalli á heildarendurskoðun Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins. Innlent 22. febrúar 2024 14:18
Veita eigendum íbúða í Grindavík undanþágu Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Viðskipti innlent 22. febrúar 2024 08:45
Líf færðist á markaðinn seinni hluta liðins árs en meðalsölutíminn lengdist Kaupsamningar á nýliðnu ári voru 9.156 talsins og var heildarfjárhæð þeirra 644,4 milljarðar króna. Þar af voru gerðir 950 kaupsamningar í desembermánuði sem er vel yfir mánaðarmeðaltali ársins, meðal annars vegna magnkaupa á íbúðum sem ætlaðar voru Grindvíkingum. Viðskipti innlent 22. febrúar 2024 07:41
Uppbygging á Gunnarshólma og hlutverk bæjarfulltrúa Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Skoðun 22. febrúar 2024 07:00
Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Innlent 21. febrúar 2024 20:34