Hver eru áhrif þess að selja sumarbústað? Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. júlí 2024 09:01 Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun