„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 19:16 Meðal þess sem kann að skýra hækkun íbúðaverðs er aukin eftirspurn eftir húsnæði á öðrum svæðum í kjölfar jarðhræringanna í Grindavík. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una. Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una.
Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira