Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Borgin auglýsir stofnframlög vegna íbúða

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum sem fram koma í lögum um almennar íbúðir.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík

Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggjum fleiri íbúðir

Engum dylst það ástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaði. Landsmönnum hefur fjölgað hraðar í góðæri undanfarinna ára en spáð var en íbúðum hefur ekki fjölgað að sama skapi.

Skoðun
Fréttamynd

Telur að gallamálum í nýbyggingum muni fjölga

Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn

Framboð af nýjum litlum íbúðum svarar ekki eftirspurn samkvæmt greiningu Íbúðarlánasjóðs. Fáar íbúðir í nýbyggingum henti þeim sem hafi lítið eigið fé til íbúðarkaupa. Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa henti best fólki með góðar tekjur.

Innlent
Fréttamynd

Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé

Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði.

Innlent
Fréttamynd

Lóðafermetrinn á 45.000 krónur

Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur

Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Margir stúdentar bíða úthlutunar

729 umsækjendur eru á biðlista eftir húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta eftir að haustúthlutun lauk. Er það betra ástand en í fyrra þegar 824 voru á biðlista.

Innlent
Fréttamynd

Samningaviðræður um Heklureitinn strand

Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt.

Innlent