Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 19:00 Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur." Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur."
Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira