Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:03 Landsvæðið að Keldum er sérstaklega nefnt í samhengi við Carlsberg-leiðina. Vísir/Vilhelm Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing „Carlsberg“-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum, sem skilaði niðurstöðum sínum í dag. Tillögur hópsins eru alls í sjö liðum og lýtur ein þeirra að skipulags- og byggingarmálum. Hópurinn telur að í þeim málaflokki sé mikilvægt að leggja aukna áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk - „enda eru málefnin dreifð innan stjórnsýslunnar sem dregur úr skilvirkni í stefnumótun og ákvarðanatöku.“ Það megi til að mynda gera með því að bæta rafræna stjórnsýslu og breyta regluverki, sem gæti jafnvel leitt til lægri byggingarkostnaðar. Hópurinn bendir á að það megi gera með því að einfalda ferla í skipulagsgerð til að auka skilvirkni, málsmeðferðartími verði styttur og sveigjanleiki aukinn. Þar að auki megi skipulagsskilmálar ekki vera „óþarflega íþyngjandi“ því geti haft kostnað í för með sér. Þá telur hópurinn jafnframt ráðlegt að draga úr kröfum og skilgreiningum í deiliskipulagi þannig að sveigjanleiki við þróun og byggingu húsnæðis aukist.Carlsberg að Keldum Hópurinn er jafnframt þeirrar skoðunar að „nauðsynlegt“ sé að endurskoða byggingarreglugerð, með tilliti til þróunar hliðstæðra reglugerða í nágrannalöndum okkar. Að sama skpi verði að horfa til þess að kröfur um byggingareftirlit séu í samræmi við tegund og umfang mannvirkja. Þá leggur hópurinn einnig til að sveitarfélögum verði gert heimilt í skipulagslögum að setja skilyrði um hlutfall leiguhúsnæðis. Í þessu samhengi er vísað til dansks lagaákvæðis, hins svokallaða Carlsberg-ákvæðis, sem tryggir sveitarfélögum „heimild til að gera kröfu um að allt að 25 prósent af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigand lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.“ Átakshópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af umræddu Carlsberg-ákvæði. Aðrar lóðir á svæðinu yrðu seldar á markaðsverði en skoðaðir yrðu möguleikar á að fá undanþágur frá reglum í skipulags- og/eða byggingarlöggöf sem væru til þess fallnar að lækka kostnað og stytta byggingartíma. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á þessu ári og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.Nánar má fræðast um tillögur hópsins hér. Borgarstjórn Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. 22. janúar 2019 14:00 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing „Carlsberg“-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum, sem skilaði niðurstöðum sínum í dag. Tillögur hópsins eru alls í sjö liðum og lýtur ein þeirra að skipulags- og byggingarmálum. Hópurinn telur að í þeim málaflokki sé mikilvægt að leggja aukna áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk - „enda eru málefnin dreifð innan stjórnsýslunnar sem dregur úr skilvirkni í stefnumótun og ákvarðanatöku.“ Það megi til að mynda gera með því að bæta rafræna stjórnsýslu og breyta regluverki, sem gæti jafnvel leitt til lægri byggingarkostnaðar. Hópurinn bendir á að það megi gera með því að einfalda ferla í skipulagsgerð til að auka skilvirkni, málsmeðferðartími verði styttur og sveigjanleiki aukinn. Þar að auki megi skipulagsskilmálar ekki vera „óþarflega íþyngjandi“ því geti haft kostnað í för með sér. Þá telur hópurinn jafnframt ráðlegt að draga úr kröfum og skilgreiningum í deiliskipulagi þannig að sveigjanleiki við þróun og byggingu húsnæðis aukist.Carlsberg að Keldum Hópurinn er jafnframt þeirrar skoðunar að „nauðsynlegt“ sé að endurskoða byggingarreglugerð, með tilliti til þróunar hliðstæðra reglugerða í nágrannalöndum okkar. Að sama skpi verði að horfa til þess að kröfur um byggingareftirlit séu í samræmi við tegund og umfang mannvirkja. Þá leggur hópurinn einnig til að sveitarfélögum verði gert heimilt í skipulagslögum að setja skilyrði um hlutfall leiguhúsnæðis. Í þessu samhengi er vísað til dansks lagaákvæðis, hins svokallaða Carlsberg-ákvæðis, sem tryggir sveitarfélögum „heimild til að gera kröfu um að allt að 25 prósent af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigand lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.“ Átakshópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af umræddu Carlsberg-ákvæði. Aðrar lóðir á svæðinu yrðu seldar á markaðsverði en skoðaðir yrðu möguleikar á að fá undanþágur frá reglum í skipulags- og/eða byggingarlöggöf sem væru til þess fallnar að lækka kostnað og stytta byggingartíma. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á þessu ári og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.Nánar má fræðast um tillögur hópsins hér.
Borgarstjórn Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. 22. janúar 2019 14:00 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. 22. janúar 2019 14:00