Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Kanye ósáttur út af barnaafmæli og rappar um að berja Pete Davidson

Kanye West virðist ekki vera ánægður með fyrrverandi eiginkonu sína Kim Kardashian og hefur ekki verið feiminn við að lýsa samskiptum þeirra opinberlega í gegnum lögin sín, viðtöl og myndskeið. Kim og Kanye, eða Ye eins og hann heitir eftir að hann breytti nafninu sínu, eru að fara í gegnum skilnað sem virðist ekki ganga jafn vel og þau gáfu upphaflega til kynna.

Lífið
Fréttamynd

Uppáhalds lúkkin okkar úr Emily in Paris

Netflix þættirnir Emily in Paris með Lily Collins hafa vakið mikla athygi og þá sérstaklega þegar kemur að klæðnaði, förðun og hári. Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty tóku saman sín uppáhalds lúkk úr þáttunum. Við gefum þeim orðið. 

Lífið
Fréttamynd

Lög­regla fær loks síma Baldwin

Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember.

Erlent
Fréttamynd

Justin Bieber vinsælastur

Íslenski listinn afhjúpaði vinsælasta lag vikunnar fyrr í dag og var það enginn annar en kanadíski popparinn Justin Bieber sem situr í fyrsta sæti.

Tónlist
Fréttamynd

Miklar get­gátur um kynni Óskars­verð­launanna

Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars.

Lífið
Fréttamynd

Heidi Klum og Snoop Dogg gefa út lag saman

Fyrirsætan Heidi Klum og tónlistarmaðurinn Snoop Dogg gáfu út lagið Chai Tea with Heidi fyrr í dag. Heidi segist vera mikill Snoop Dogg aðdáandi og hugsaði með sjálfri sér að ef hún ætlaði á annað borð að gefa út lag ætlaði hún að gefa sig alla í það.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum

Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár.

Lífið
Fréttamynd

Jason Momoa og Lisa Bonet eru að skilja

Jason Momoa og Lisa Bonet hafa sent frá sér tilkynningu um að þau hafi ákveðið að enda hjónaband sitt. Þau hafa verið gift í rúm fjögur ár en samband þeirra hófst árið 2005.

Lífið
Fréttamynd

Simon Cowell fór á skeljarnar á Barbados

Simon Cowell trúlofaðist kærustunni sinni til margra ára, Lauren Silverman, í fjölskyldufríi á Barbados um jólin. Parið hittist í fyrsta skipti á eyjunni svo staðurinn á sérstakan stað í hjörtum þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Demi Lovato sýnir nýtt húð­flúr á rökuðu höfðinu

Demi Lovato frumsýndi nýtt húðflúr á dögunum. Um er að ræða stóra könguló sem Lovato fékk sér á aðra hliðina á höfði sínu. Innblásturinn fékk hán frá persónunni ömmu könguló (e. Grandmother Spider) sem hán segir hafa kennt sér margt.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast Bob Saget

Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta trans konan til þess að vinna Golden Globe verðlaun

Í nótt átti sér stað sögulegur atburður þegar Michaela Jaé Rodriguez, betur þekkt sem MJ Rodriguez, varð fyrsta trans konan til þess að vinna Golden Globe verðlaun. MJ vann verðlaunin í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki í drama sjónvarpsþætti fyrir hlutverkið sitt í þáttunum Pose.

Lífið
Fréttamynd

Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn

Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nicholas Cage og Riko Shibata eiga von á barni

Nicholas Cage hefur ekki setið auðum höndum í heimsfaraldrinum en nú eiga hann og eiginkona hans Riko Shibata von á sínum fyrsta barni saman. Fyrir á hann synina Kal-El sem er 16 ára og Weston, sem er á fertugsaldrinum, úr fyrri samböndum.

Lífið
Fréttamynd

Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas

Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru.

Lífið
Fréttamynd

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.

Tónlist