Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:35 Chris Rock mætir á fyrri sýningu af tveimur í Boston í gærkvöldi. Getty/Barry Chin Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín. Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín.
Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42