Tónlist

Óskarsverðlaunaflutningur Billie Eilish og Finneas O'Connell

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
FINNEAS og Billie Eilish flytja lagið No Time To Die.
FINNEAS og Billie Eilish flytja lagið No Time To Die. Getty/Neilson Barnard

Systkinin Billie Eilish og Finneas O'Connell unnu Óskarsverðlaunin í ár fyrir besta frumsamda lagið. Bond lagið þeirra No Time to Die var valið það besta úr kvikmyndum síðasta árs.

Jake Gyllenhaal og Zoe Kravitz afhentu verðlaunin. Systkinin fluttu lagið saman á verðlaunahátíðinni í gær. Flutning þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Billy Eilish og Finneas O'Connell flytja No Time To Die

Önnur lög sem tilnefnd voru í þessum flokki í ár voru Be Alive úr King Richard eftir DIXSON og Beyoncé Knowles-Carter, Dos Orguitas úr Encanto eftir Lin-Manuel Miranda, Down to Joy úr Belfast eftir Van Morrison og Somehow You Do úr Four Good Days eftir Diane Warren. 

Í ræðu sinni þökkuðu Billie og Finneas foreldrum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn.

FINNEAS og Billie EilishGetty/Nelson Barnard

Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion var svakaleg í því atriði.  We Don't Talk About Bruno er eitt vinsælasta Disney lag allra tíma. 

Klippa: We Don't Talk About Bruno flutt á Óskarnum

Lagið var ekki tilnefnt til Óskarsins þar sem það sló í gegn um allan heim eftir að fresturinn til að skila inn tilnefningum rann út. Aðstandendur myndarinnar höfðu þá tilnefnt lagið Dos Orguitas, sem einnig eftir Lin-Manuel Miranda. Það lag var einnig flutt í gær af Sebastián Yatra og má heyra það hér fyrir neðan.

Klippa: Dos Orguitas úr Encanto flutt á Óskarsverðlaununum

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag þá heiðraði Beyoncé tennissysturnar Serenu og Venus Williams í flutningi sínum á Be Alive. Blue Ivy dóttir söngkonunnar tók þátt í atriðinu. 

Reba McEntire flutti lagið Somehow You Do úr Four Good Days. Lagið eftir Diane Warren. 

Klippa: Reba McEntire flytur Somehow You Do

Down to Joy úr Belfast eftir Van Morrison var ekki flutt á hátíðinni.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar sem skinu skærast á Óskarnum

Í beinni textalýsingu okkar frá Óskarsverðlaununum í nótt fórum við auðvitað líka yfir tískuna á rauða dreglinum jafn óðum og gestirnir mættu á svæðið. 

Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“

Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni.

Billie Eilish hreppir Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið

Tónlistarkonan Billie Eilish var rétt í þessu að vinna Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið ásamt bróður sínum Finneas Eilish. Lagið sem um ræðir heitir No Time To Die og er titillag nýjustu James Bond kvikmyndarinnar. 

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.