Lífið

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ariana DeBose sagði í ræðu sinni að draumar geti svo sannarlega ræst.
Ariana DeBose sagði í ræðu sinni að draumar geti svo sannarlega ræst. Getty/Jeff Kravitz

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd.

DeBose hlaut verðlaun fyrir besta leik í augahlutverki fyrir túlkun sína á Anitu í West Side Story í leikstjórn Steven Spielberg. Rita Moreno lék sama hlutverk í West Side Story og vann sömu verðlaun árið 1962. 

Ræðu hennar DeBose heyra hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má síðan sjá aðalsöngatriði DeBose úr West Side Story, hið þekkta lag America.


Tengdar fréttir

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×